Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir. Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira