Einum efnilegasta leikmanni Englands refsað fyrir að mæta seint | Spilaði ekki í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:30 Sancho í leik Englands og Tékklands á dögunum Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019 Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30