Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:33 Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira