Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2019 13:48 Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum. Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira