Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. október 2019 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected] Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. [email protected]
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira