Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2019 07:30 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann. Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann.
Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49