Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 20:00 Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una. Árborg Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una.
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira