Kallaður „Helvítið“ og átti einu sinni heimsmet í hávaða Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Það verða til rosaleg læti á Türk Telekom leikvanginum. Getty/Ulrik Pedersen Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira