Þegar Engin(n) stóð í marki Tyrkja Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson sem eru hér með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, skoruðu samanlagt sex sinnum framhjá Engin Ipekoglu í landsleik. vísir/Eyþór Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira