Komst ekki í liðið á Laugardalsvelli en spilar nú stjörnuhlutverk í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Caglar Soyuncu fagnar sigri með Leicester City. Getty/Michael Regan Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira