Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 22:05 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Samkvæmt samkomulagi sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir í gær verð settar um 200 milljónir í að rannsaka til hlítar flugvallarsvæði í Hvassahrauni fyrir nýjan innanlandsflugvöll sem jafnframt væri fyrir æfinga- og kennsluflug.„Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Ég er að vona að þessi ábyrga og breiða nálgun geti skapað sátt um þessi næstu skref sem verði þá til heilla bæði fyrir flugið og nauðsynlega uppbyggingu á varaflugvelli. En líka fyrir innanlandsflugið, æfinga, kennslu og einkaflugið,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nú taki við rannsóknir í um tvö ár.Þetta þýðir ef allt gengur að óskum að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni að minnsta kosti í sautján ár til viðbótar því reiknað er með samkvæmt skýrslu stýrihóps ráðherra að það taki fimmtán ár að fara í umhverfismat, skipuleggja og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni og því verði Reykjavíkurflugvöllur í rekstri að minnsta kosti í sautján ár.Væntanlega verður þú kannski ekki einu sinni borgarstjóri þá, er verið að drepa málinu á dreif eina ferðina enn? „Nei ekki að mínu mati. Það sem er sérstakt við þessa nefnd er að við borðið sátu auk borgarinnar og ráðuneytisins líka fulltrúar frá stóru flugfélögunum, frá Ísavía. Við erum búin að vera í ákveðnu sambandi við suðurnesjamenn sem koma að verki núna í næstu skrefum. Þannig að mér finnst hafa tekist vel að ráða ráðum með öllum lykil hagsmunaaðilum. Og það er mjög áberandi í því sem frá þeim kemur að hvassahraunsmálið er mjög mikilvægt til langs tíma en líka fyrir framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira