Samherjamenn undirbúa varnirnar Davíð Stefánsson skrifar 26. nóvember 2019 06:15 Vísir/Sigurjón Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. Samherjamálið er á borði skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stofnanirnar geti bætt við sig mannafla til að sinna verkefnunum. „Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. „En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“ Garðar, sem verið hefur lögmaður Samherja til langs tíma, gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans. Þá voru einstaklingar hvattir til að hafa lögmann sér við hlið. Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, staðfestir að hafa ráðið Halldór Brynjar Halldórsson. Nafn Örnu kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum. Arnar Þór Stefánsson, hjá LEX Lögmannsstofu, staðfestir að hann verði lögmaður Egils Helga Árnasonar, sem kom að stjórnun ArcticNam, gegnum afríska lögmannsstofu. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, mun hafa ráðið Svein Guðmundsson hjá Juralis. Jón Óttar var ráðgjafi hjá Samherja og er sagður hafa verið í innsta hring Namibíuveiðanna. Þá mun Garðar Víðir Gunnarsson, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu, verja einstakling sem starfaði á vegum Samherja erlendis um árabil. Garðar staðfestir það en vill ekki gefa upp nöfn að svo stöddu. Líklegt þykir að það sé Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, eða Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri í Afríku. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék tímabundið sem forstjóri, kveðst ekki hafa ráðið lögmann. Ekki er ljóst hvort Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi ráðið lögmann. Stjórn Samherja hefur sagst hafa ráðið norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka sín mál og ætlaði ekki að tjá sig um „einstaka ásakanir fyrr en niðurstöður liggja fyrir um rannsóknina á starfseminni í Afríku“.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira