Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 21:28 Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira