Tónlistarmaðurinn Geiri Sæm látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 06:15 Ásgeir Magnús Sæmundsson er látinn, 55 ára að aldri. Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. Frá þessu er greint í tilkynningu frá fjölskyldu hans og ástvinum. Banamein Geira var krabbamein. Ásgeir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni.Fjöldinn allur af tónlistar- og fjölmiðlafólki minnist Geira eftir að fréttist af andláti hans. Geiri söng, lék á gítar og hljómborð og samdi fjölda laga og texta. Þekktust eru lögin Sterinn, Er ást í tunglinu, Rauður bíll og Froðan sem hefur tvisvar komið út, fyrst í flutningi Geira Sæm og Hunangstunglsins árið 1988 og svo í flutningi Ragga Bjarna og Jóns Jónssonar árið 2012. Það lag var einmitt eitt af lögunum sem vakin var sérstök athygli á í tilefni af degi íslenskrar tónlistar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Geira flytja lagið á Bylgjunni árið 2013. Síðast gaf Geiri Sæm út lag á 55 ára afmæli sínu nú í nóvember, lagið Sooner than later. Eftirlifandi eiginkona Ásgeirs er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður. Andlát Tengdar fréttir Tónlistargeirinn í sárum vegna fráfalls Geira Sæm Geira Sæm minnst sem einstaks ljúfmennis og góðs tónlistarmanns. 17. desember 2019 11:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 15. desember. Frá þessu er greint í tilkynningu frá fjölskyldu hans og ástvinum. Banamein Geira var krabbamein. Ásgeir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964. Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist og eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni.Fjöldinn allur af tónlistar- og fjölmiðlafólki minnist Geira eftir að fréttist af andláti hans. Geiri söng, lék á gítar og hljómborð og samdi fjölda laga og texta. Þekktust eru lögin Sterinn, Er ást í tunglinu, Rauður bíll og Froðan sem hefur tvisvar komið út, fyrst í flutningi Geira Sæm og Hunangstunglsins árið 1988 og svo í flutningi Ragga Bjarna og Jóns Jónssonar árið 2012. Það lag var einmitt eitt af lögunum sem vakin var sérstök athygli á í tilefni af degi íslenskrar tónlistar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Geira flytja lagið á Bylgjunni árið 2013. Síðast gaf Geiri Sæm út lag á 55 ára afmæli sínu nú í nóvember, lagið Sooner than later. Eftirlifandi eiginkona Ásgeirs er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður.
Andlát Tengdar fréttir Tónlistargeirinn í sárum vegna fráfalls Geira Sæm Geira Sæm minnst sem einstaks ljúfmennis og góðs tónlistarmanns. 17. desember 2019 11:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tónlistargeirinn í sárum vegna fráfalls Geira Sæm Geira Sæm minnst sem einstaks ljúfmennis og góðs tónlistarmanns. 17. desember 2019 11:26