Sigmar minnist föður síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 18:08 Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður. Vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan. Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan.
Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48
Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58