Hvetur fólk til að reyna að nýta útrunnin gjafabréf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. desember 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur. Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur.
Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira