Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir að í kreppu felist líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér. Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér.
Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira