Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2024 07:02 Þann 1.janúar næstkomandi taka í gildi lög um að sveitarfélögum beri að innheimta íbúa fullan kostnað við sorphirðu, niðurgreiðslur verða ekki lengur leyfðar. Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling er samt efins um að sveitarfélögin séu með réttar upplýsingar í höndunum. Vísir/RAX „Við setjum plast í tunnuna sem nánast fyllist strax. Þannig að þegar tunnan er full fer fólk að stíga í tunnuna og hoppa á plastinu til að þjappa því niður. Ég þar á meðal,“ segir Börkur Smári Kristinsson, rekstrarstjóri Pure North Recycling. Og lýsir þar með atriði sem mörg heimili eru farin að þekkja: Þegar tunnurnar verða yfirfullar og mynda þarf meira pláss. En þurfum við svona margar tunnur? Eða erum við að setja rétt í tunnurnar? Hafa íslensk heimili efni á rusli? Og ef já: Hvað er fólk tilbúið til að borga mikið fyrir það? Að mati Barkar, er margt sem bendir til þess að nú sé tími til að hugsa aðeins út fyrir boxið í sorpmálum. Sem nánast allir kvarta undan: Sveitarfélögin vegna kostnaðar, íbúar tala um vesen, vantrú á kerfinu eða óskir um öðruvísi fyrirkomulag. „Að mörgu leyti tel ég okkur vera föst í kerfi sem byggðist upp fyrir tíma flokkunar. Þar sem við vöndumst því að öll heimili væru með tunnu fyrir utan hjá sér og bíll kæmi reglulega til að sækja ruslið,“ segir Börkur en bætir við: Ég held hins vegar að nú sé komið að því að horfa út fyrir boxið og hugsa einhverjar nýjar leiðir. Jafnvel að skoða hvort fækka eigi tunnunum eða bjóða upp á fleiri valkosti.“ Þann 1.janúar næstkomandi taka í gildi lög sem skylda sveitarfélög til að innheimta raunkostnað af íbúum fyrir sorphirðu. Af því tilefni, rýnir Atvinnulífið í sorphirðumálin í dag og á morgun. Rosalegur munur á milli sveitarfélaga? Fyrir rúmu ári síðan samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hrinda af stað verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Enda ekkert launungarmál að kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega. Markmið verkefnisins var að ná betri yfirsýn yfir stöðu og þróun sveitarfélaga síðustu árin. Pure North Recycle fór fyrir hluta af verkefninu, sem fól í sér að greina sorphirðu fimm sveitarfélaga tímabilið 2022-2023. Sérstaklega var rýnt í magn annars vegar og kostnað hins vegar. „Það sem kom mér kannski mest á óvart þegar niðurstöðurnar lágu fyrir, var að í sumum flokkum var mismunur á magni sumra úrgangsflokka á hvern íbúa, á milli sveitarfélaga allt að 100%“ segir Börkur. Sveitarfélögin fimm sem skoðuð voru, Garðabær, Suðurnesjabær, Ísafjarðarbær, Skagafjörður og Rangárþing Eystra. Svo mikill mældist mismunurinn að samanlagt sýndi meðaltal að mesti munurinn var um 30% á milli þess sveitarfélags sem mældist safna mestu sorpi frá heimilum, miðað við minnsta magnið. En eru þessar tölur réttar? Börkur telur margt benda til þess, að svo sé ekki. „Það sem ég tel miklu líklegri skýringu er að þessi mikli munur á milli sveitarfélaga er fyrst og fremst að endurspegla hvaða gögn sveitarfélögin eiga um sorphirðuna og hvernig verið er að safna þeim gögnum saman eða meðhöndla,“ svarar Börkur og útskýrir að mikill munur hafi verið á því hvernig sveitarfélög gera það. „Sem er mjög athyglisvert í ljósi þess hversu kostnaðarmikill sorphirðuflokkurinn er orðinn fyrir sveitarfélög.“ Börkur segir samt að allt hafi verið skoðað í þessu samhengi. „Við veltum alveg fyrir okkur hvort skýringin á þessum mikla mun á sorpmagni milli sveitarfélaga skýrðist af til dæmis einhverju félagsfræðilegu eða öðrum orsökum. En mín kenning er sú að svo sé ekki. Þetta sé fyrst og fremst spurning um að upplýsingarnar sem sveitarfélögin séu að byggja á, séu ekki alls kostar réttar.“ Annað er upp á teningnum þegar kemur að niðurstöðum sem sýna svart á hvítu krónur og aura. „Þar eru tölurnar réttar því niðurstöðurnar byggja einfaldlega á reikningum og gögnum úr bókhaldi sem liggja fyrir og segja til um nákvæman kostnað. Þannig að þótt magntölur séu greinilega háðar meiri óvissu, eru upplýsingar um kostnaðinn í föstum skorðum.“ Þar mælist þó munurinn nokkuð mikill eða 136% á milli sveitarfélagsins með hæsta kostnaðinn á hvern íbúa, fyrir hirðu við heimili, í samanburði við sveitarfélagið sem greiðir lægsta kostnaðinn. Í krónum og aurum þýðir þetta að af þessum fimm sveitarfélögum, er kostnaður á hvern íbúa fyrir sorphirðu 939 krónur á mánuði þar sem hann er lægstur, en 2.220 krónur á hvern íbúa hjá því sveitarfélagi þar sem hann er hæstur. Börkur bendir þó á að hér er ekki um heildarúttekt að ræða, heldur einungis stikkprufu miðað við fimm sveitarfélög. Heilt yfir sé ljóst að skoða þurfi málin betur í kjölinn. Flestir þekkja að hoppa niður plast eða pappír í yfirfullum tunnum. En er það svo vitlaust? Því Börkur bendir á að það sé mjög dýrt þegar sorphirðubílar eru að keyra að hverju húsi til að sækja tunnur, sem í raun eru mjög vannýttar því fólk pressar ekki hlutunum saman. Vísir/RAX Erum við góð í að bruðla? Síðustu misseri hefur umræðan aukist um að í raun sé ekkert til sem heiti ,,rusl,“ því rusl er samkvæmt hringrásarhagkerfinu annað form af verðmætum. Plast, pappír, lífrænt eða blandað….. allt er þetta efni sem helst þarf að nýtast í að endurvinna eitthvað nýtilegt að nýju. „Eitt af því sem við sáum í okkar greiningu er að hjá því sveitarfélagi þar sem förgun blandaðs úrgangs kostar hvað minnst, má segja að hún kosti eiginlega ekki neitt neitt eða aðeins 8 krónur á kílóið,“ segir Börkur og nú halda eflaust margir að um góð tíðindi sé að ræða. Eða hvað? „Gallinn við þetta er að þarna er fjárhagslegur hvati fyrir því að draga úr sorpi eða flokka betur nánast enginn því það er einfaldlega svo ódýrt að urða.“ Annað sem Börkur bendir á, er hvernig viðhorfið okkar sé almennt til þess hvernig við flokkum. Flest heimili vilja gera þetta vel en eru þó ekkert endilega að pressa plast og pappa og svo framvegis til þess að koma sem mestu magni í tunnurnar. Fyrir vikið eru bílar að koma og sækja tunnur, sem segja má að séu mjög illa nýttar því þótt þær virðist yfirfyllast, þá er mikið pláss ónýtt í tunnunum ef við hendum því bara einhvern veginn og einhvern veginn frá okkur,“ segir Börkur og bætir við: „Samt er þetta frekar einfalt og í raun ekkert öðruvísi heldur en þegar að við erum að pakka í töskur fyrir ferðalög eða að ganga frá hlutum í skúffur og skápa. Ef við hendum hlutunum bara einhvern veginn í skúffuna, er hún fljót að yfirfyllast. Það sama gerist auðvitað með tunnurnar fyrir plast, pappa og annað.“ Að nýta ekki pláss, er í raun ákveðið bruðl. „Því sett í samhengi við kostnað, þýðir þetta að það er verið að senda bíla á hvert heimili til að sækja tunnur sem þó er ekki verið að nýta sem skyldi og því er hver ferð að sækja minna magn en helst ætti að vera. Og jafnvel oftar en þarf.“ Annað sem Börkur segir vel mega huga betur að eru valkostirnir. „Samkvæmt lögum á að flokka og það eru tunnur við hvert heimili. Fyrir tunnurnar eru heimili síðan kannski að greiða 60 þúsund krónur á ári. En ég velti fyrir mér: Mættu valkostirnir vera fleiri? Þannig að þeir sem afþakka tunnur og vilja gera sér ferð sjálfir, geti gert það? Eða er ætlunin bara að þessi kostnaður hækki endalaust og áður en við vitum af, eru heimilin farin að borga 100 þúsund á ári fyrir bíla sem sækja tunnurnar, óháð því hvort íbúarnir nýti sér tunnurnar eða sjái um að fara með sorp sjálft?“ Sem samlíkingu segir Börkur að eins og núverandi kerfi sé, þá er hvatinn enginn. „Að vilja sjá um hlutina sjálfur, nýta ekki tunnurnar en þurfa samt að borga fyrir það vegna þess að lögin bjóða ekki upp á annað, er það sama og að læra og læra fyrir próf, sem í raun skiptir ekki máli því hvort sem þú lærir mikið eða lítið fyrir prófið liggur fyrir að allir fá sömu einkunn. Það sé einfaldlega fyrir fram ákveðið.“ Börkur hvetur til þess að hugsað sé meira út fyrir boxið í sorphirðumálum, í stað þess að vera föst í gömlu kerfi. Ein leiðin sé til dæmis að fækka bílum í sorphirðu og að fólk fari meira að sjá um hlutina sálft frekar en að greiða fullan sorphirðukostnað. Hvatakerfi í kringum flöskur hafi til dæmis virkað vel.Vísir/RAX Gamaldagskerfi eða hugrekki til breytinga? Börkur segir útreikninga líka styðjast við gamalt fyrirkomulag. „Þegar kostnaðurinn er sundurliðaður kemur í ljós að 60% af því sem íbúar eru að greiða, eru fyrir blandaða ruslið. Sem gæti verið ekki nema 2-5% af heildinni því nú þegar fólk er að flokka lífrænan úrgang, plast, pappír og svo framvegis, eru flestir að sjá að það sem stendur eftir er í rauninni ekki mikið magn. Við erum hins vegar enn með bíla og sorphirðukerfi sem byggja á kerfinu eins og það var.“ Að öllu framansögðu, segir Börkur þó enga töfralausn liggja fyrir. „Þess vegna er svo mikilvægt að við horfum til nýsköpunar og leyfum okkur jafnvel að prófa okkur aðeins áfram, bjóða upp á mismunandi valmöguleika og annað sem smátt og smátt færir okkur nær því að útkoman verði sem best, fyrir samfélag og umhverfi,“ segir Börkur og bætir við: „Því til viðbótar við hversu dýrt þetta er fyrir sveitarfélögin er líka alvarlegt að tölurnar séu ekki réttar. Ísland er til dæmis að skila inn ákveðnum upplýsingum til Evrópusambandsins og gegnir ákveðnum skyldum varðandi það að standast ákveðin markmið. Ef tölur sveitarfélaga um sorpmagn eru ekki réttar, er upplýsingagjöfin röng.“ Það hvað veldur, segist Börkur ekki geta sagt neitt til um. Hvort um sé að ræða tvítalningu hjá sumum, vöntun á upplýsingum frá öðrum eða hvað. „Verkefnið sýndi okkur hins vegar að enn vantar töluvert upp á. En við svo sem erum að fara í gegnum breytingaferli núna og eins og alltaf hefur verið þegar breytingar eiga sér stað, getur fólk orðið óánægt eða hefur ekki trú á því að breytingarnar gera gagn. Á sínum tíma fannst mörgum það til dæmis galið að við færum frá því að hita hús með kolum og yfir í hitaveitu,“ nefnir Börkur sem dæmi. „Það þarf alltaf hugrakkt fólk til að leiða breytingar. Og ég vil meina að í þessu séu tækifæri til að hugsa meira út fyrir boxið og prófa nýjar leiðir.“ Eins og til dæmis hverjar? Til dæmis að fækka bílum í sorphirðu en að fólk fari meira að sjá um hlutina sjálft. Hvatakerfið í kringum flöskur og plast til dæmis virkar. Fólk er tilbúið til að gera sér ferð og jafnvel standa í röð til að fá eitt- til tvö þúsund krónur til baka. Kannski ættum við að bjóða upp á fleiri svona möguleika. Því strangt til tekið er enginn að henda neinu rusli þannig lagað séð. Heldur verðmætum.“ Nýsköpun Sorphirða Sveitarstjórnarmál Sjálfbærni Tengdar fréttir „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Og lýsir þar með atriði sem mörg heimili eru farin að þekkja: Þegar tunnurnar verða yfirfullar og mynda þarf meira pláss. En þurfum við svona margar tunnur? Eða erum við að setja rétt í tunnurnar? Hafa íslensk heimili efni á rusli? Og ef já: Hvað er fólk tilbúið til að borga mikið fyrir það? Að mati Barkar, er margt sem bendir til þess að nú sé tími til að hugsa aðeins út fyrir boxið í sorpmálum. Sem nánast allir kvarta undan: Sveitarfélögin vegna kostnaðar, íbúar tala um vesen, vantrú á kerfinu eða óskir um öðruvísi fyrirkomulag. „Að mörgu leyti tel ég okkur vera föst í kerfi sem byggðist upp fyrir tíma flokkunar. Þar sem við vöndumst því að öll heimili væru með tunnu fyrir utan hjá sér og bíll kæmi reglulega til að sækja ruslið,“ segir Börkur en bætir við: Ég held hins vegar að nú sé komið að því að horfa út fyrir boxið og hugsa einhverjar nýjar leiðir. Jafnvel að skoða hvort fækka eigi tunnunum eða bjóða upp á fleiri valkosti.“ Þann 1.janúar næstkomandi taka í gildi lög sem skylda sveitarfélög til að innheimta raunkostnað af íbúum fyrir sorphirðu. Af því tilefni, rýnir Atvinnulífið í sorphirðumálin í dag og á morgun. Rosalegur munur á milli sveitarfélaga? Fyrir rúmu ári síðan samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hrinda af stað verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Enda ekkert launungarmál að kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega. Markmið verkefnisins var að ná betri yfirsýn yfir stöðu og þróun sveitarfélaga síðustu árin. Pure North Recycle fór fyrir hluta af verkefninu, sem fól í sér að greina sorphirðu fimm sveitarfélaga tímabilið 2022-2023. Sérstaklega var rýnt í magn annars vegar og kostnað hins vegar. „Það sem kom mér kannski mest á óvart þegar niðurstöðurnar lágu fyrir, var að í sumum flokkum var mismunur á magni sumra úrgangsflokka á hvern íbúa, á milli sveitarfélaga allt að 100%“ segir Börkur. Sveitarfélögin fimm sem skoðuð voru, Garðabær, Suðurnesjabær, Ísafjarðarbær, Skagafjörður og Rangárþing Eystra. Svo mikill mældist mismunurinn að samanlagt sýndi meðaltal að mesti munurinn var um 30% á milli þess sveitarfélags sem mældist safna mestu sorpi frá heimilum, miðað við minnsta magnið. En eru þessar tölur réttar? Börkur telur margt benda til þess, að svo sé ekki. „Það sem ég tel miklu líklegri skýringu er að þessi mikli munur á milli sveitarfélaga er fyrst og fremst að endurspegla hvaða gögn sveitarfélögin eiga um sorphirðuna og hvernig verið er að safna þeim gögnum saman eða meðhöndla,“ svarar Börkur og útskýrir að mikill munur hafi verið á því hvernig sveitarfélög gera það. „Sem er mjög athyglisvert í ljósi þess hversu kostnaðarmikill sorphirðuflokkurinn er orðinn fyrir sveitarfélög.“ Börkur segir samt að allt hafi verið skoðað í þessu samhengi. „Við veltum alveg fyrir okkur hvort skýringin á þessum mikla mun á sorpmagni milli sveitarfélaga skýrðist af til dæmis einhverju félagsfræðilegu eða öðrum orsökum. En mín kenning er sú að svo sé ekki. Þetta sé fyrst og fremst spurning um að upplýsingarnar sem sveitarfélögin séu að byggja á, séu ekki alls kostar réttar.“ Annað er upp á teningnum þegar kemur að niðurstöðum sem sýna svart á hvítu krónur og aura. „Þar eru tölurnar réttar því niðurstöðurnar byggja einfaldlega á reikningum og gögnum úr bókhaldi sem liggja fyrir og segja til um nákvæman kostnað. Þannig að þótt magntölur séu greinilega háðar meiri óvissu, eru upplýsingar um kostnaðinn í föstum skorðum.“ Þar mælist þó munurinn nokkuð mikill eða 136% á milli sveitarfélagsins með hæsta kostnaðinn á hvern íbúa, fyrir hirðu við heimili, í samanburði við sveitarfélagið sem greiðir lægsta kostnaðinn. Í krónum og aurum þýðir þetta að af þessum fimm sveitarfélögum, er kostnaður á hvern íbúa fyrir sorphirðu 939 krónur á mánuði þar sem hann er lægstur, en 2.220 krónur á hvern íbúa hjá því sveitarfélagi þar sem hann er hæstur. Börkur bendir þó á að hér er ekki um heildarúttekt að ræða, heldur einungis stikkprufu miðað við fimm sveitarfélög. Heilt yfir sé ljóst að skoða þurfi málin betur í kjölinn. Flestir þekkja að hoppa niður plast eða pappír í yfirfullum tunnum. En er það svo vitlaust? Því Börkur bendir á að það sé mjög dýrt þegar sorphirðubílar eru að keyra að hverju húsi til að sækja tunnur, sem í raun eru mjög vannýttar því fólk pressar ekki hlutunum saman. Vísir/RAX Erum við góð í að bruðla? Síðustu misseri hefur umræðan aukist um að í raun sé ekkert til sem heiti ,,rusl,“ því rusl er samkvæmt hringrásarhagkerfinu annað form af verðmætum. Plast, pappír, lífrænt eða blandað….. allt er þetta efni sem helst þarf að nýtast í að endurvinna eitthvað nýtilegt að nýju. „Eitt af því sem við sáum í okkar greiningu er að hjá því sveitarfélagi þar sem förgun blandaðs úrgangs kostar hvað minnst, má segja að hún kosti eiginlega ekki neitt neitt eða aðeins 8 krónur á kílóið,“ segir Börkur og nú halda eflaust margir að um góð tíðindi sé að ræða. Eða hvað? „Gallinn við þetta er að þarna er fjárhagslegur hvati fyrir því að draga úr sorpi eða flokka betur nánast enginn því það er einfaldlega svo ódýrt að urða.“ Annað sem Börkur bendir á, er hvernig viðhorfið okkar sé almennt til þess hvernig við flokkum. Flest heimili vilja gera þetta vel en eru þó ekkert endilega að pressa plast og pappa og svo framvegis til þess að koma sem mestu magni í tunnurnar. Fyrir vikið eru bílar að koma og sækja tunnur, sem segja má að séu mjög illa nýttar því þótt þær virðist yfirfyllast, þá er mikið pláss ónýtt í tunnunum ef við hendum því bara einhvern veginn og einhvern veginn frá okkur,“ segir Börkur og bætir við: „Samt er þetta frekar einfalt og í raun ekkert öðruvísi heldur en þegar að við erum að pakka í töskur fyrir ferðalög eða að ganga frá hlutum í skúffur og skápa. Ef við hendum hlutunum bara einhvern veginn í skúffuna, er hún fljót að yfirfyllast. Það sama gerist auðvitað með tunnurnar fyrir plast, pappa og annað.“ Að nýta ekki pláss, er í raun ákveðið bruðl. „Því sett í samhengi við kostnað, þýðir þetta að það er verið að senda bíla á hvert heimili til að sækja tunnur sem þó er ekki verið að nýta sem skyldi og því er hver ferð að sækja minna magn en helst ætti að vera. Og jafnvel oftar en þarf.“ Annað sem Börkur segir vel mega huga betur að eru valkostirnir. „Samkvæmt lögum á að flokka og það eru tunnur við hvert heimili. Fyrir tunnurnar eru heimili síðan kannski að greiða 60 þúsund krónur á ári. En ég velti fyrir mér: Mættu valkostirnir vera fleiri? Þannig að þeir sem afþakka tunnur og vilja gera sér ferð sjálfir, geti gert það? Eða er ætlunin bara að þessi kostnaður hækki endalaust og áður en við vitum af, eru heimilin farin að borga 100 þúsund á ári fyrir bíla sem sækja tunnurnar, óháð því hvort íbúarnir nýti sér tunnurnar eða sjái um að fara með sorp sjálft?“ Sem samlíkingu segir Börkur að eins og núverandi kerfi sé, þá er hvatinn enginn. „Að vilja sjá um hlutina sjálfur, nýta ekki tunnurnar en þurfa samt að borga fyrir það vegna þess að lögin bjóða ekki upp á annað, er það sama og að læra og læra fyrir próf, sem í raun skiptir ekki máli því hvort sem þú lærir mikið eða lítið fyrir prófið liggur fyrir að allir fá sömu einkunn. Það sé einfaldlega fyrir fram ákveðið.“ Börkur hvetur til þess að hugsað sé meira út fyrir boxið í sorphirðumálum, í stað þess að vera föst í gömlu kerfi. Ein leiðin sé til dæmis að fækka bílum í sorphirðu og að fólk fari meira að sjá um hlutina sálft frekar en að greiða fullan sorphirðukostnað. Hvatakerfi í kringum flöskur hafi til dæmis virkað vel.Vísir/RAX Gamaldagskerfi eða hugrekki til breytinga? Börkur segir útreikninga líka styðjast við gamalt fyrirkomulag. „Þegar kostnaðurinn er sundurliðaður kemur í ljós að 60% af því sem íbúar eru að greiða, eru fyrir blandaða ruslið. Sem gæti verið ekki nema 2-5% af heildinni því nú þegar fólk er að flokka lífrænan úrgang, plast, pappír og svo framvegis, eru flestir að sjá að það sem stendur eftir er í rauninni ekki mikið magn. Við erum hins vegar enn með bíla og sorphirðukerfi sem byggja á kerfinu eins og það var.“ Að öllu framansögðu, segir Börkur þó enga töfralausn liggja fyrir. „Þess vegna er svo mikilvægt að við horfum til nýsköpunar og leyfum okkur jafnvel að prófa okkur aðeins áfram, bjóða upp á mismunandi valmöguleika og annað sem smátt og smátt færir okkur nær því að útkoman verði sem best, fyrir samfélag og umhverfi,“ segir Börkur og bætir við: „Því til viðbótar við hversu dýrt þetta er fyrir sveitarfélögin er líka alvarlegt að tölurnar séu ekki réttar. Ísland er til dæmis að skila inn ákveðnum upplýsingum til Evrópusambandsins og gegnir ákveðnum skyldum varðandi það að standast ákveðin markmið. Ef tölur sveitarfélaga um sorpmagn eru ekki réttar, er upplýsingagjöfin röng.“ Það hvað veldur, segist Börkur ekki geta sagt neitt til um. Hvort um sé að ræða tvítalningu hjá sumum, vöntun á upplýsingum frá öðrum eða hvað. „Verkefnið sýndi okkur hins vegar að enn vantar töluvert upp á. En við svo sem erum að fara í gegnum breytingaferli núna og eins og alltaf hefur verið þegar breytingar eiga sér stað, getur fólk orðið óánægt eða hefur ekki trú á því að breytingarnar gera gagn. Á sínum tíma fannst mörgum það til dæmis galið að við færum frá því að hita hús með kolum og yfir í hitaveitu,“ nefnir Börkur sem dæmi. „Það þarf alltaf hugrakkt fólk til að leiða breytingar. Og ég vil meina að í þessu séu tækifæri til að hugsa meira út fyrir boxið og prófa nýjar leiðir.“ Eins og til dæmis hverjar? Til dæmis að fækka bílum í sorphirðu en að fólk fari meira að sjá um hlutina sjálft. Hvatakerfið í kringum flöskur og plast til dæmis virkar. Fólk er tilbúið til að gera sér ferð og jafnvel standa í röð til að fá eitt- til tvö þúsund krónur til baka. Kannski ættum við að bjóða upp á fleiri svona möguleika. Því strangt til tekið er enginn að henda neinu rusli þannig lagað séð. Heldur verðmætum.“
Nýsköpun Sorphirða Sveitarstjórnarmál Sjálfbærni Tengdar fréttir „Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“ „Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU. 7. desember 2022 07:01
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. 17. ágúst 2023 07:00
Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00
Nýtni ömmu: „Gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný“ „Amma henti aldrei neinu, heldur nýtti allt, gömlum jakkafötum var snúið á rönguna og saumuð ný,“ segir Hrefna Sigurðardóttir vöruhönnuður og annar eigandi Fléttu. 29. nóvember 2023 07:01