Sancho gæti lokast inni hjá Dortmund ef spilað verður fram í júlí Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 13:30 Sancho hefur skorað fjórtán mörk og lagt upp 16 í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty Það gæti verið erfitt fyrir Jadon Sancho, unga Englendinginn í liði Dortmund, að komast burt frá þýska félaginu ef spilað verður í ensku og þýsku úrvalsdeildinni inn í júlímánuð. Frá þessu greinir Kieran Maguire, sérstakur áhugamaður um fjármál í fótbolta, í samtali við Sky Sports en forráðamenn Dortmund komu fram á dögunum og sögðu frá því að þeir gætu selt Sancho í sumar. Þó ekki á neinu gjafaverði. „Ég held að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafi nú þegar ákveðið að skipta um lið. Ef hins vegar tímabilið verður framlengt, þá held ég að það geti valdið vandræðum,“ sagði fjármálaspekingurinn. Borussia Dortmund's high asking price for Jadon Sancho has discouraged many top clubs, #mufc on the other hand seem ready to go all in #mulive [@honigstein, sport1]— utdreport (@utdreport) April 2, 2020 „Þú munt vera með leikmenn sem renna út af samningi 30. júní í flestum atvinnumannadeildum Evrópu. Þú gætir verið með leikmann eins og Sancho, sem hefur spilað frábærlega, og hefur verið orðaður við stórliðin í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti þá lent í vandræðum ef tímabilið í Þýskalandi verði lengt.“ „Þýski boltinn gæti haldið áfram inn í júlí eða ágúst og hann horfir til Man. United eða Chelsea eða þeirra liða sem hann hefur verið orðaður við. Hann vildi væntanlega að þau skipti myndu gerast í júlí eða ágúst. Það gæti valdið honum áhyggjum því eins og allir fótboltamenn vita ertu bara einni tæklingu frá erfiðum meiðslum eða fótbroti. Það verður í huga leikmanna.“ Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Það gæti verið erfitt fyrir Jadon Sancho, unga Englendinginn í liði Dortmund, að komast burt frá þýska félaginu ef spilað verður í ensku og þýsku úrvalsdeildinni inn í júlímánuð. Frá þessu greinir Kieran Maguire, sérstakur áhugamaður um fjármál í fótbolta, í samtali við Sky Sports en forráðamenn Dortmund komu fram á dögunum og sögðu frá því að þeir gætu selt Sancho í sumar. Þó ekki á neinu gjafaverði. „Ég held að þetta hafi ekki áhrif á þá sem hafi nú þegar ákveðið að skipta um lið. Ef hins vegar tímabilið verður framlengt, þá held ég að það geti valdið vandræðum,“ sagði fjármálaspekingurinn. Borussia Dortmund's high asking price for Jadon Sancho has discouraged many top clubs, #mufc on the other hand seem ready to go all in #mulive [@honigstein, sport1]— utdreport (@utdreport) April 2, 2020 „Þú munt vera með leikmenn sem renna út af samningi 30. júní í flestum atvinnumannadeildum Evrópu. Þú gætir verið með leikmann eins og Sancho, sem hefur spilað frábærlega, og hefur verið orðaður við stórliðin í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti þá lent í vandræðum ef tímabilið í Þýskalandi verði lengt.“ „Þýski boltinn gæti haldið áfram inn í júlí eða ágúst og hann horfir til Man. United eða Chelsea eða þeirra liða sem hann hefur verið orðaður við. Hann vildi væntanlega að þau skipti myndu gerast í júlí eða ágúst. Það gæti valdið honum áhyggjum því eins og allir fótboltamenn vita ertu bara einni tæklingu frá erfiðum meiðslum eða fótbroti. Það verður í huga leikmanna.“
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira