Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 23:00 Alma Möller, landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundi almannavarna 19. mars 2020. Júlíus Sigurjónsson Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42