Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 18:06 Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu. AP/Andrew Medichini Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020 Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55