Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 10:22 Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28