Vísindavika norðurslóða á Akureyri flutt yfir í netheima vegna veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2020 08:03 Von var á um 1.200 gestum til Akureyrar í tengslum við Vísindavikuna. Getty Ákvörðun hefur verið tekin að flytja Vísindaviku norðurslóða, sem fara átti fram á Akureyri um næstu mánaðarmót, alfarið yfir í netheima vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndarinnar. Segir að það sé forgangsmál að tryggja öryggi og árangsríka og ánægjulega reynslu allra þeirra sem koma að samkomunni. Vísindavika norðurslóða (e. Arctic Science Summit Week (ASSW 2020)) verður haldin dagana 27. mars til 2. apríl 2020, en hún er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu. Það er Háskólinn á Akureyri sem skipuleggur vísindavikuna með Rannís, en Vísindavikan er haldin í nánu samstarfi við ráðuneyti menntamála, umhverfis og utanríkis- ásamt Akureyrarbæ. „Vísindavika norðurslóða er árleg samkoma alþjóðlegra samtaka sem hafa það sameiginlegt að styðja og hvetja til rannsókna á norðurslóðum. Markmið Vísindavikunnar er að skapa tækifæri fyrir alþjóðlega samvinnu og samstarf á öllum sviðum norðurslóðarannsókna,“ segir á vef HA um Vísindavikuna. Í haust var sagt frá því að von væri á allt að 1.200 gestum til Akureyrar vegna samkomunnar og má því telja víst að þessi ákvörðun nú komi illa við ferðaþjónustu á svæðinu. Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin að flytja Vísindaviku norðurslóða, sem fara átti fram á Akureyri um næstu mánaðarmót, alfarið yfir í netheima vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndarinnar. Segir að það sé forgangsmál að tryggja öryggi og árangsríka og ánægjulega reynslu allra þeirra sem koma að samkomunni. Vísindavika norðurslóða (e. Arctic Science Summit Week (ASSW 2020)) verður haldin dagana 27. mars til 2. apríl 2020, en hún er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu. Það er Háskólinn á Akureyri sem skipuleggur vísindavikuna með Rannís, en Vísindavikan er haldin í nánu samstarfi við ráðuneyti menntamála, umhverfis og utanríkis- ásamt Akureyrarbæ. „Vísindavika norðurslóða er árleg samkoma alþjóðlegra samtaka sem hafa það sameiginlegt að styðja og hvetja til rannsókna á norðurslóðum. Markmið Vísindavikunnar er að skapa tækifæri fyrir alþjóðlega samvinnu og samstarf á öllum sviðum norðurslóðarannsókna,“ segir á vef HA um Vísindavikuna. Í haust var sagt frá því að von væri á allt að 1.200 gestum til Akureyrar vegna samkomunnar og má því telja víst að þessi ákvörðun nú komi illa við ferðaþjónustu á svæðinu.
Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira