Segir vinnufíkla geta nýtt sóttkví sem meðferðartíma Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:00 Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims segir sóttkví geta verið erfitt tímabil fyrir vinnufíkla en einnig tímabil sem hægt er að nota til meðferðar. Vísir/Vilhelm „Að senda ofvirka einstakling í slökun, jóga og hugleiðslu er hægara sagt en gert,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims. „Það reynist manneskju sem er ofboðslega virk, alltaf með fulla dagskrá, marga bolta á lofti og fullan haus af hugmyndum og plönum mjög erfitt að setjast niður á jóga-dýnu ná taugakerfinu niður, loka augunum og hægja á huganum. Hver einasta mínúta er kvöl og pína, en sem betur fer er mannsskepnan mjög aðlögunarhæf, þannig að með tímanum verður það auðveldara fyrir þann ofvirka að skreppa í jóga,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að senda vinnufíkil heim úr vinnu í 14 daga sóttkví er svipað ástand.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Að sögn Ragnheiðar hefur vinnufíkn verið innfærð í viðhorf okkar. „Að vinna nógu mikið og hafa nógu mikið að gera er ákveðin viðurkenning fyrir sjálfsmyndina og þess vegna höldum við þessari fíkn á lofti,“ segir Ragnheiður. Sjö einkenni vinnufíknar Ef þú ert að vinna umfram nauðsyn bara til að græða viðurkenningu eða pening þá gæti vinnan farið að vera fíkn,“ segir Ragnheiður til að útskýringar á því hvar hætturnar leynast. Ragnheiður tilgreinir sérstaklega sjö einkenni vinnufíknar: 1. Þráhyggja um hvernig þú getur fundið meiri tíma fyrir vinnuna 2. Að vinna meira en maður ætlaði sér, dag eftir dag. 3. Að vinna til að koma í veg fyrir samviskubit og kvíða sem hellist yfir mann út af vinnunni 4. Aðrir hafa gefið þér til kynna að þú vinnir of mikið og þú hlustar ekki 5. Það veldur streitu að vera frá vinnu 6. Vinnan er efst í forgangsröðun, fram fyrir fjölskyldu og áhugamál 7. Of mikil vinna er farin að bitna á heilsunni Ert þú vinnufíkill? Ragnheiður Guðfinna segir nokkra þætti einkennandi fyrir karakter vinnufíkla. Þessi karaktereinkenni eru: »Áreiðanleiki: Vinnufíklar eru traustir, samhæfir og hógværir. »Taugaveiklun: Vinnufíklar hafa tilhneigingu til að vera kvíðnir, á nálum og hvatvísir. »Ímyndunarafl: Vinnufíklar eru almennt hugvitsamir og hafa þörf á að vera alltaf „að“. Ragnheiður mælir með því að vinnufíklar nýti tíman í sóttkví sem góðan meðferðartíma fyrir sig.Vísir/Vilhelm Sóttkví getur verið meðferð fyrir vinnufíkla Ragnheiður segir sóttkví geta verið erfiða fyrir vinnufíkla, rétt eins og slökun er að jafnaði fyrir ofvirkan einstakling. Hún bendir hins vegar á að vinnufíkillinn getur reynt að nýta sóttkvínna sem meðferð frekar en að upplifa tímann sem pínu og böl. „Sóttkví getur verið ákveðin meðferð fyrir vinnufíkilinn, það er að segja að neyða hann til þess að vera heima, slaka á og njóta tíma með fjölskyldu sinni. Sóttkví getur einnig aukið á vinnufíknina og gefið vinnufíklinum aukið tækifæri til að vinna heima og missa öll mörk á milli vinnu og einkalífs,“ segir Ragnheiður. En hvernig getur vinnufíkillinn sett sjálfan sig í slíka meðferð? „Sá sem er núna í sóttkví ætti að hugleiða það hvernig hann/hún er að nýta sér þann mikilvæga tíma sem hann/hún er að fá í hendurnar. Tækifærið er núna að njóta þess að hafa tíma til að geta verið heima án samvisku og sinna því sem skiptir mann mestu máli, sem er fjölskyldan. Ekki fórna þessu tækifæri fyrir vinnuna,“ segir Ragnheiður. Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Að senda ofvirka einstakling í slökun, jóga og hugleiðslu er hægara sagt en gert,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims. „Það reynist manneskju sem er ofboðslega virk, alltaf með fulla dagskrá, marga bolta á lofti og fullan haus af hugmyndum og plönum mjög erfitt að setjast niður á jóga-dýnu ná taugakerfinu niður, loka augunum og hægja á huganum. Hver einasta mínúta er kvöl og pína, en sem betur fer er mannsskepnan mjög aðlögunarhæf, þannig að með tímanum verður það auðveldara fyrir þann ofvirka að skreppa í jóga,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að senda vinnufíkil heim úr vinnu í 14 daga sóttkví er svipað ástand.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Að sögn Ragnheiðar hefur vinnufíkn verið innfærð í viðhorf okkar. „Að vinna nógu mikið og hafa nógu mikið að gera er ákveðin viðurkenning fyrir sjálfsmyndina og þess vegna höldum við þessari fíkn á lofti,“ segir Ragnheiður. Sjö einkenni vinnufíknar Ef þú ert að vinna umfram nauðsyn bara til að græða viðurkenningu eða pening þá gæti vinnan farið að vera fíkn,“ segir Ragnheiður til að útskýringar á því hvar hætturnar leynast. Ragnheiður tilgreinir sérstaklega sjö einkenni vinnufíknar: 1. Þráhyggja um hvernig þú getur fundið meiri tíma fyrir vinnuna 2. Að vinna meira en maður ætlaði sér, dag eftir dag. 3. Að vinna til að koma í veg fyrir samviskubit og kvíða sem hellist yfir mann út af vinnunni 4. Aðrir hafa gefið þér til kynna að þú vinnir of mikið og þú hlustar ekki 5. Það veldur streitu að vera frá vinnu 6. Vinnan er efst í forgangsröðun, fram fyrir fjölskyldu og áhugamál 7. Of mikil vinna er farin að bitna á heilsunni Ert þú vinnufíkill? Ragnheiður Guðfinna segir nokkra þætti einkennandi fyrir karakter vinnufíkla. Þessi karaktereinkenni eru: »Áreiðanleiki: Vinnufíklar eru traustir, samhæfir og hógværir. »Taugaveiklun: Vinnufíklar hafa tilhneigingu til að vera kvíðnir, á nálum og hvatvísir. »Ímyndunarafl: Vinnufíklar eru almennt hugvitsamir og hafa þörf á að vera alltaf „að“. Ragnheiður mælir með því að vinnufíklar nýti tíman í sóttkví sem góðan meðferðartíma fyrir sig.Vísir/Vilhelm Sóttkví getur verið meðferð fyrir vinnufíkla Ragnheiður segir sóttkví geta verið erfiða fyrir vinnufíkla, rétt eins og slökun er að jafnaði fyrir ofvirkan einstakling. Hún bendir hins vegar á að vinnufíkillinn getur reynt að nýta sóttkvínna sem meðferð frekar en að upplifa tímann sem pínu og böl. „Sóttkví getur verið ákveðin meðferð fyrir vinnufíkilinn, það er að segja að neyða hann til þess að vera heima, slaka á og njóta tíma með fjölskyldu sinni. Sóttkví getur einnig aukið á vinnufíknina og gefið vinnufíklinum aukið tækifæri til að vinna heima og missa öll mörk á milli vinnu og einkalífs,“ segir Ragnheiður. En hvernig getur vinnufíkillinn sett sjálfan sig í slíka meðferð? „Sá sem er núna í sóttkví ætti að hugleiða það hvernig hann/hún er að nýta sér þann mikilvæga tíma sem hann/hún er að fá í hendurnar. Tækifærið er núna að njóta þess að hafa tíma til að geta verið heima án samvisku og sinna því sem skiptir mann mestu máli, sem er fjölskyldan. Ekki fórna þessu tækifæri fyrir vinnuna,“ segir Ragnheiður.
Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira