Nýsköpun: „Megum ekki fórna störfum og verðmætum framtíðarinnar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2020 12:00 Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast sprotafyrirtækjum segja Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Ísak Einar Rúnarsson sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs. Vísir/Vilhelm „Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast sprotafyrirtækjum og annarri nýsköpunarstarfsemi þar sem uppsett skilyrði eru ekki sniðin að slíkum fyrirtækjum og mögulegum aðstæðum þeirra,“ segir Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í sama streng tekur Ísak Einar Rúnarsson, sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, sem segir eðlilegt að fyrsti efnahagspakki stjórnvalda hafi fyrst og fremst beinst að þroskuðum fyrirtækjum sem nú berjast í bökkum. „En stjórnvöld verða þó einnig að horfa til framtíðar og frekar fyrr en síðar. Takmörkuð framlög í rannsókna- og tækniþróunarsjóði duga ekki til,“ segir Ísak. Að mati Viðskiptaráðs þarf ríkisstjórnin að leggja fram aðgerðir í næsta pakka, sem styðja fjármögnun sprotafyrirtækja. „Því það sem hangir á spýtunni er störf og hagsæld framtíðarinnar,“ segir Ásta. Ísak segir kórónuveiruna ekki aðeins smitast á milli manna, heldur einnig á milli atvinnugreina. „Ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtækjum sem er beinlínis bannað að starfa eru fyrstu viðkomustaðir sýkingarinnar, en svo breiðir smitið úr sér,“ segir Ísak og bætir við „Fyrirtæki sem selja aðföng til ferðaþjónustu, til dæmis fisk til veitingastaða, lenda í vandræðum því markaðurinn þurrkast að miklu leyti upp og þegar fólk er ekki á ferli kaupir það lítið annað en nauðsynjavörur og stafræna afþreyingu.“ Þá segja Ísak og Ásta ótta, óvissu og höft bera smitið frá einni atvinnugrein til annarrar og nýsköpunar- og sprotastarfsemi sé þar ekki undanskilin. Þau séu jafnvel enn viðkvæmari þar sem verkefni á nýsköpunarstigi hafa ekki enn sannað gildi sitt og því meiri hætta á að þau ýtist út á jaðarinn. „Við megum ekki fórna störfum og verðmætum framtíðarinnar,“ segir Ásta og bendir á að vegna kórónuveirunnar séu að minnsta kosti tvenns konar aðstæður sem geta komið upp og valdið því að lífvænlegir sprotar visna upp og deyja drottni sínum. „Í fyrsta lagi geta ný sprotafyrirtæki sem enn eru að hanna eða þróa hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu lent í því að öll fjármögnun þurrkast upp þar sem fjárfestar halda að sér höndum vegna þróunar efnahagsmála í ljósi COVID faraldursins. Undir slíkum kringumstæðum getur hugmynd sem hefði orðið arðbær til lengri tíma og notið stuðnings fjárfesta runnið út í sandinn. Í annan stað er um að ræða fyrirtæki sem hafa byrjað sölu- og markaðsstarf og tekjur byrjaðar að skila sér, án þess þó að þær nái upp í kostnað. Fyrirtæki í slíkri stöðu reiða sig yfirleitt á afar hraðan vöxt til þess að koma rekstrinum yfir núllið og verða arðbær. Þangað til þau ná þeim tímapunkti ganga þau jafnan á fjármagn sem vísisfjárfestar hafa sett inn í félagið. Aðstæður í samfélaginu eru þannig nú að tekjur margra fyrirtækja á þessum stað í lífsferlinum hætta að vaxa tímabundið á meðan veiran gengur yfir. Á sama tíma er erfiðara að nálgast fjármagn enda samkomubann í gildi og landið nánast lokað,“ segir Ásta. Ísak bendir einnig á að sprotastarfsemi geti eðli málsins samkvæmt ekki staðið undir eins mörgum störfum í dag og rótgróin fyrirtæki. „Aftur á móti standa vonir til þess að sum þeirra geti skapað mörg störf og mikil verðmæti þegar fram líða stundir og orðið undirstaðan í hagsæld til framtíðar,“ segir Ísak. Að þeirra mati yrði það afskaplega sorglegt ef veirufaraldur myndi valda miklu bakslagi í nýsköpunarumhverfinu þar sem vel hefur gengið undanfarin ár að byggja upp þroska. Grípa þarf til aðgerða Að mati Viðskiptaráðs er mikilvægt að gripið sé til afdráttarlausra aðgerða til þess að verja nýsköpun og sprotastarfsemi á Íslandi. Mestu skipti að aðgerðirnar tryggi nauðsynlegt súrefni til að komast í gegnum núverandi ástand. Þær aðgerðir sem Viðskiptaráð leggur til eru: »Í fyrsta lagi að rýmka fyrir á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar. »Í öðru lagi að aðlaga núverandi úrræði stjórnvalda þannig að fyrirtæki í sprotafasa geti haft aðgang að hlutabótum og skattfrestunum. »Í þriðja lagi að auðvelda fjármögnun sprotafyrirtækja í sameiginlegu átaki vísissjóða og stjórnvalda. »Í fjórða lagi að gera það raunhæft fyrir fyrirtæki að greiða laun með valréttum og/eða hlutabréfum í samkomulagi við starfsfólk sitt. Með aðgerðum sem þessum telur ráðið að hægt sé að koma í veg fyrir að nýsköpun verði eitt fórnarlamba kórónuveirunnar. „Og það yrði svo sannarlega aðdáunarverður árangur,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast sprotafyrirtækjum og annarri nýsköpunarstarfsemi þar sem uppsett skilyrði eru ekki sniðin að slíkum fyrirtækjum og mögulegum aðstæðum þeirra,“ segir Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í sama streng tekur Ísak Einar Rúnarsson, sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, sem segir eðlilegt að fyrsti efnahagspakki stjórnvalda hafi fyrst og fremst beinst að þroskuðum fyrirtækjum sem nú berjast í bökkum. „En stjórnvöld verða þó einnig að horfa til framtíðar og frekar fyrr en síðar. Takmörkuð framlög í rannsókna- og tækniþróunarsjóði duga ekki til,“ segir Ísak. Að mati Viðskiptaráðs þarf ríkisstjórnin að leggja fram aðgerðir í næsta pakka, sem styðja fjármögnun sprotafyrirtækja. „Því það sem hangir á spýtunni er störf og hagsæld framtíðarinnar,“ segir Ásta. Ísak segir kórónuveiruna ekki aðeins smitast á milli manna, heldur einnig á milli atvinnugreina. „Ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirtækjum sem er beinlínis bannað að starfa eru fyrstu viðkomustaðir sýkingarinnar, en svo breiðir smitið úr sér,“ segir Ísak og bætir við „Fyrirtæki sem selja aðföng til ferðaþjónustu, til dæmis fisk til veitingastaða, lenda í vandræðum því markaðurinn þurrkast að miklu leyti upp og þegar fólk er ekki á ferli kaupir það lítið annað en nauðsynjavörur og stafræna afþreyingu.“ Þá segja Ísak og Ásta ótta, óvissu og höft bera smitið frá einni atvinnugrein til annarrar og nýsköpunar- og sprotastarfsemi sé þar ekki undanskilin. Þau séu jafnvel enn viðkvæmari þar sem verkefni á nýsköpunarstigi hafa ekki enn sannað gildi sitt og því meiri hætta á að þau ýtist út á jaðarinn. „Við megum ekki fórna störfum og verðmætum framtíðarinnar,“ segir Ásta og bendir á að vegna kórónuveirunnar séu að minnsta kosti tvenns konar aðstæður sem geta komið upp og valdið því að lífvænlegir sprotar visna upp og deyja drottni sínum. „Í fyrsta lagi geta ný sprotafyrirtæki sem enn eru að hanna eða þróa hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu lent í því að öll fjármögnun þurrkast upp þar sem fjárfestar halda að sér höndum vegna þróunar efnahagsmála í ljósi COVID faraldursins. Undir slíkum kringumstæðum getur hugmynd sem hefði orðið arðbær til lengri tíma og notið stuðnings fjárfesta runnið út í sandinn. Í annan stað er um að ræða fyrirtæki sem hafa byrjað sölu- og markaðsstarf og tekjur byrjaðar að skila sér, án þess þó að þær nái upp í kostnað. Fyrirtæki í slíkri stöðu reiða sig yfirleitt á afar hraðan vöxt til þess að koma rekstrinum yfir núllið og verða arðbær. Þangað til þau ná þeim tímapunkti ganga þau jafnan á fjármagn sem vísisfjárfestar hafa sett inn í félagið. Aðstæður í samfélaginu eru þannig nú að tekjur margra fyrirtækja á þessum stað í lífsferlinum hætta að vaxa tímabundið á meðan veiran gengur yfir. Á sama tíma er erfiðara að nálgast fjármagn enda samkomubann í gildi og landið nánast lokað,“ segir Ásta. Ísak bendir einnig á að sprotastarfsemi geti eðli málsins samkvæmt ekki staðið undir eins mörgum störfum í dag og rótgróin fyrirtæki. „Aftur á móti standa vonir til þess að sum þeirra geti skapað mörg störf og mikil verðmæti þegar fram líða stundir og orðið undirstaðan í hagsæld til framtíðar,“ segir Ísak. Að þeirra mati yrði það afskaplega sorglegt ef veirufaraldur myndi valda miklu bakslagi í nýsköpunarumhverfinu þar sem vel hefur gengið undanfarin ár að byggja upp þroska. Grípa þarf til aðgerða Að mati Viðskiptaráðs er mikilvægt að gripið sé til afdráttarlausra aðgerða til þess að verja nýsköpun og sprotastarfsemi á Íslandi. Mestu skipti að aðgerðirnar tryggi nauðsynlegt súrefni til að komast í gegnum núverandi ástand. Þær aðgerðir sem Viðskiptaráð leggur til eru: »Í fyrsta lagi að rýmka fyrir á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar. »Í öðru lagi að aðlaga núverandi úrræði stjórnvalda þannig að fyrirtæki í sprotafasa geti haft aðgang að hlutabótum og skattfrestunum. »Í þriðja lagi að auðvelda fjármögnun sprotafyrirtækja í sameiginlegu átaki vísissjóða og stjórnvalda. »Í fjórða lagi að gera það raunhæft fyrir fyrirtæki að greiða laun með valréttum og/eða hlutabréfum í samkomulagi við starfsfólk sitt. Með aðgerðum sem þessum telur ráðið að hægt sé að koma í veg fyrir að nýsköpun verði eitt fórnarlamba kórónuveirunnar. „Og það yrði svo sannarlega aðdáunarverður árangur,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira