Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 20:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræðir Skerjafjarðarmálið á Alþingi í dag. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði „það samkomulag með stökustu ólíkindum, gert á milli ráðherra Samfylkingarinnar og borgarstjóra Samfylkingarinnar, þar sem ríkið gaf nánast eða seldi á mjög góðum kjörum land undan flugvellinum í Vatnsmýri, flugvelli sem er sameign þjóðarinnar“. Dagur B. Eggertsson, þáverandi staðgengill borgarstjóra og formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, í mars 2013 við undirritun samningsins um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði.Mynd/Reykjavíkurborg. Sigmundur rifjaði upp að Reykjavíkurborg hefði í þeim samningi skuldbundið sig til að selja allar lóðir á svæðinu á markaði, enda ætti ríkið að fá hlutdeild í sölu landsins. Sjá nánar frétt frá 2013: Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Borgin hefur sjálf skýrt frá því að hún hafi lofað stórum hluta lóða í nýja Skerjafirði undir félagslegar íbúðir. „Og nú spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hefur hæstvirtur ráðherra gert einhverjar breytingar á þessu eða einhverjir aðrir? Því að nú er Reykjavíkurborg byrjuð að útdeila þessu landi, - án þess að setja það á markað,“ sagði formaður Miðflokksins og ítrekaði spurninguna: „Spurningin er einföld: Hefur verið gerð breyting á þessum samningi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2013 þar sem kveðið er á um að þetta land skuli allt fara á markað?“ „Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurn tímann komið inn á mitt borð að gera breytingar á umræddum samningi,“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svarar fyrirspurninni á Alþingi í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Þá vek ég hér með aftur athygli hæstvirts ráðherra á því að borgin virðist vera að fara á svig við samning sem hún gerði við ríkið árið 2013 og fullt tilefni fyrir hæstvirtan ráðherra og ríkisstjórnina að grípa þarna inn í,“ sagði Sigmundur Davíð og sagði að ríkið hefði mátt grípa inn í ótal fleiri mál gagnvart borginni. „Nýjasta dæmið auðvitað, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, er af því þegar borgin hafði ákveðið að leggja veg í gegnum flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Eftir að þetta komst í hámæli reyndu menn að draga í land með það. En fundargerðir og önnur gögn sýndu að borgin hafði einfaldlega ætlað sér að gera það sem hún vildi með þetta land. Þótt það þýddi að leggja þarna fyrirtæki í rúst, veikja innanlandsflugið og leggja veg í gegnum flugskýli,“ sagði formaður Miðflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Fréttir af flugi Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. 6. júní 2020 12:45
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45