Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. júní 2020 10:00 Dögg Hjaltalín eigandi og útgefandi Sölku. Vísir/Vilhelm Dögg Hjaltalín segir að samkomubannið hafi hægt á kynningarstarfi nýrra bóka þannig að núna fyrst er verið að kynna bækur sem komu út í apríl, s.s. bókina Framkoma eftir Eddu Hermannsdóttur og Lífsgæðadagbókina eftir Ragnheiði Agnarsdóttur. Að sögn Daggar kom seinkunin þó ekki að sök því þegar samkomubanninu lauk var fólki farið að þyrsta í nýjar bækur og viðburði. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og gestur okkar að þessu sinni er Dögg Hjaltalín, útgefandi og eigandi Sölku. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna milli 7 og 7:30 en klukkan hringir 7:35 og þá er ég oftast vöknuð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mitt fyrsta verk er að setja yfir hafragrautinn og þegar allir eru orðnir mettir eftir morgunmatinn labba ég með yngstu dóttur mína, Rán, fjögurra ára í leikskólann og kem miðdótturinn, Freyju, sem er 10 ára, í skólann. Oft er einnig elsta dóttir mín Agnes vöknuð með okkur en núna er hún að hjóla hringinn í kringum landið. Svo hoppa ég í Sundhöllina þar sem ég byrja flesta daga á sundi. Markmið ársins er að synda 202 km og það hefur gengið aðeins hægar en ég hefði viljað út af svolitlu en ég er komin með yfir 70 km á árinu þannig að ég er á ágætu róli. Hvar finnst þér skemmtilegast að veiða? „Mér finnst alltaf gaman að veiða en skemmtilegast við veiðina er samvera með góðu fólki og útivera í fallegri íslenskri náttúru, það slær ekkert út íslensk sumarkvöld við árbakkann. Ef ég þarf að gera upp á milli áa verð ég að nefna Haukadalsá því þar fékk ég maríulaxinn minn og hef oftast fengið lax þar á uppáhaldsfluguna mína, rauðan frances. Áin býður upp á fjölbreytta og góða veiðistaði í mögnuðu umhverfi og hún er hæfilega löng þannig að við höfum oftast náð að veiða vel flesta staðina í henni á röltinu með veiðistöngina og nesti. Langá er önnur á sem verður líka að nefna, undanfarin ár höfum við Ólafur maðurinn minn veitt þar að minnsta kosti tvisvar á ári, einu sinni í júní í árlegu hjónaholli og svo í lok ágúst með kvenveiðigenginu Börmunum. Langá er með um 100 veiðistaði þannig að það er úr endalausum möguleikum að velja þar. Í fyrra prófaði ég svo í fyrsta sinn að veiða í Laxá í Aðaldal og það var eitthvað alveg nýtt fyrir mér því sú veiði krefst allt annarrar tækni og mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt og krefjandi. Ég missti vænan lax þar þannig að ég þarf að fara aftur og ná honum.“ Dögg byrjar daginn með hafragrauti og göngu með yngstu dótturina í leikskólann en skipuleggur sig síðan fyrir daginn þegar hún syndir eða hleypur.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin mín á hverjum degi eru mjög fjölbreytt enda vinnum við Anna Lea öll verk sem falla til í Sölku, allt frá ritstjórn yfir í dreifingu og bókhald en að sjálfsögðu erum við með mikið af hæfileikaríku fólk á okkar snærum sem aðstoðar okkur. Núna erum við að fylgja eftir tveimur bókum sem komu út í apríl, Framkomu eftir Eddu Hermannsdóttur og Lífsgæðadagbókinni eftir Ragnheiði Agnarsdóttur. Kynningarstarfið sem oftast fer fram samhliða útgáfunni hefur teygst yfir nokkrar vikur sem er bara mjög fínt og við teljum að fólk þyrsti í góðar bækur um þessar mundir. Sólveig Pálsdóttir var svo að fá Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasöguna, fyrir bókina Fjötra þannig að við erum líka að fylgja því eftir. Svo erum við að dreifa nýrri bók um barnauppeldi með þeim þjála titli, Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) en hún er eftir sálfræðinginn Philippu Perry og þegar dreifingin er búin tekur við kynningarstarf um þá bók. Við erum svo að senda tvær barnabækur í prentun eftir helgina en það er verið að klára kápuna á aðra og lesa yfir hina. Við erum einnig að klára að lesa yfir eitt handrit sem kemur út í haust og svo vorum við að klára myndatökur fyrir matreiðslubók sem kemur út fyrir jólin.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég byrja daginn oftast á að synda eða hlaupa og þá fer ég yfir verkefni dagsins og forgangsraða í huganum því sem ég ætla að gera yfir daginn. Við erum með mörg verkefni í gangi á hverjum tíma þannig að mér hefur reynst best að vera með fasta tíma á hverri viku fyrir mikilvægustu verkefnin. Til dæmis erum við með markaðsfund á miðvikudagsmorgnum og skipuleggjum þá allt sem við gerum næstu vikuna. Við lesum svo yfir innsend handrit á fimmtudögum. En auðvitað víkja þessir tímar ef það kemur eitthvað meira aðkallandi en það er fínt að halda dagatalinu skipulögðu þótt að það sé bara til viðmiðunar. Við reynum til dæmi alltaf að bóka fundi eftir hádegi þegar við erum með opið í Sölku en fólk getur komið þá og keypt bækur og sótt bækur sem það kaupir á netinu hjá okkur. Ég tek svo bókhald og önnur praktísk mál oftast á kvöldin þegar það er ekki áreiti. Mér finnst gott að nota verkfærið Trello til að halda utan um verkefnin mín á rafrænu formi og svo erum við með gömlu góðu töfluna þar sem við erum með helstu verkefnin hverju sinni beint fyrir augunum á okkur.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Að meðaltali um miðnætti en það er mjög misjafnt hvenær ég fer að sofa, það er mjög gott að vera með svefnapp til að geta svarað svona spurningu. Ef kvöldin eru róleg fer ég snemma upp í með góða bók og kveiki á kertum sofna ég oftast snemma. Við fáum oft fólk í mat þannig að þá eiga kvöldin til með að dragast á langinn.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Dögg Hjaltalín segir að samkomubannið hafi hægt á kynningarstarfi nýrra bóka þannig að núna fyrst er verið að kynna bækur sem komu út í apríl, s.s. bókina Framkoma eftir Eddu Hermannsdóttur og Lífsgæðadagbókina eftir Ragnheiði Agnarsdóttur. Að sögn Daggar kom seinkunin þó ekki að sök því þegar samkomubanninu lauk var fólki farið að þyrsta í nýjar bækur og viðburði. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og gestur okkar að þessu sinni er Dögg Hjaltalín, útgefandi og eigandi Sölku. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna milli 7 og 7:30 en klukkan hringir 7:35 og þá er ég oftast vöknuð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mitt fyrsta verk er að setja yfir hafragrautinn og þegar allir eru orðnir mettir eftir morgunmatinn labba ég með yngstu dóttur mína, Rán, fjögurra ára í leikskólann og kem miðdótturinn, Freyju, sem er 10 ára, í skólann. Oft er einnig elsta dóttir mín Agnes vöknuð með okkur en núna er hún að hjóla hringinn í kringum landið. Svo hoppa ég í Sundhöllina þar sem ég byrja flesta daga á sundi. Markmið ársins er að synda 202 km og það hefur gengið aðeins hægar en ég hefði viljað út af svolitlu en ég er komin með yfir 70 km á árinu þannig að ég er á ágætu róli. Hvar finnst þér skemmtilegast að veiða? „Mér finnst alltaf gaman að veiða en skemmtilegast við veiðina er samvera með góðu fólki og útivera í fallegri íslenskri náttúru, það slær ekkert út íslensk sumarkvöld við árbakkann. Ef ég þarf að gera upp á milli áa verð ég að nefna Haukadalsá því þar fékk ég maríulaxinn minn og hef oftast fengið lax þar á uppáhaldsfluguna mína, rauðan frances. Áin býður upp á fjölbreytta og góða veiðistaði í mögnuðu umhverfi og hún er hæfilega löng þannig að við höfum oftast náð að veiða vel flesta staðina í henni á röltinu með veiðistöngina og nesti. Langá er önnur á sem verður líka að nefna, undanfarin ár höfum við Ólafur maðurinn minn veitt þar að minnsta kosti tvisvar á ári, einu sinni í júní í árlegu hjónaholli og svo í lok ágúst með kvenveiðigenginu Börmunum. Langá er með um 100 veiðistaði þannig að það er úr endalausum möguleikum að velja þar. Í fyrra prófaði ég svo í fyrsta sinn að veiða í Laxá í Aðaldal og það var eitthvað alveg nýtt fyrir mér því sú veiði krefst allt annarrar tækni og mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt og krefjandi. Ég missti vænan lax þar þannig að ég þarf að fara aftur og ná honum.“ Dögg byrjar daginn með hafragrauti og göngu með yngstu dótturina í leikskólann en skipuleggur sig síðan fyrir daginn þegar hún syndir eða hleypur.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin mín á hverjum degi eru mjög fjölbreytt enda vinnum við Anna Lea öll verk sem falla til í Sölku, allt frá ritstjórn yfir í dreifingu og bókhald en að sjálfsögðu erum við með mikið af hæfileikaríku fólk á okkar snærum sem aðstoðar okkur. Núna erum við að fylgja eftir tveimur bókum sem komu út í apríl, Framkomu eftir Eddu Hermannsdóttur og Lífsgæðadagbókinni eftir Ragnheiði Agnarsdóttur. Kynningarstarfið sem oftast fer fram samhliða útgáfunni hefur teygst yfir nokkrar vikur sem er bara mjög fínt og við teljum að fólk þyrsti í góðar bækur um þessar mundir. Sólveig Pálsdóttir var svo að fá Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasöguna, fyrir bókina Fjötra þannig að við erum líka að fylgja því eftir. Svo erum við að dreifa nýrri bók um barnauppeldi með þeim þjála titli, Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) en hún er eftir sálfræðinginn Philippu Perry og þegar dreifingin er búin tekur við kynningarstarf um þá bók. Við erum svo að senda tvær barnabækur í prentun eftir helgina en það er verið að klára kápuna á aðra og lesa yfir hina. Við erum einnig að klára að lesa yfir eitt handrit sem kemur út í haust og svo vorum við að klára myndatökur fyrir matreiðslubók sem kemur út fyrir jólin.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég byrja daginn oftast á að synda eða hlaupa og þá fer ég yfir verkefni dagsins og forgangsraða í huganum því sem ég ætla að gera yfir daginn. Við erum með mörg verkefni í gangi á hverjum tíma þannig að mér hefur reynst best að vera með fasta tíma á hverri viku fyrir mikilvægustu verkefnin. Til dæmis erum við með markaðsfund á miðvikudagsmorgnum og skipuleggjum þá allt sem við gerum næstu vikuna. Við lesum svo yfir innsend handrit á fimmtudögum. En auðvitað víkja þessir tímar ef það kemur eitthvað meira aðkallandi en það er fínt að halda dagatalinu skipulögðu þótt að það sé bara til viðmiðunar. Við reynum til dæmi alltaf að bóka fundi eftir hádegi þegar við erum með opið í Sölku en fólk getur komið þá og keypt bækur og sótt bækur sem það kaupir á netinu hjá okkur. Ég tek svo bókhald og önnur praktísk mál oftast á kvöldin þegar það er ekki áreiti. Mér finnst gott að nota verkfærið Trello til að halda utan um verkefnin mín á rafrænu formi og svo erum við með gömlu góðu töfluna þar sem við erum með helstu verkefnin hverju sinni beint fyrir augunum á okkur.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Að meðaltali um miðnætti en það er mjög misjafnt hvenær ég fer að sofa, það er mjög gott að vera með svefnapp til að geta svarað svona spurningu. Ef kvöldin eru róleg fer ég snemma upp í með góða bók og kveiki á kertum sofna ég oftast snemma. Við fáum oft fólk í mat þannig að þá eiga kvöldin til með að dragast á langinn.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00
Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00
Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00
Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00