Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2020 14:30 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Aðsend/Olís Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma. Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann. Formaður samtakanna segir það tímaskekkju að hafa spilakassa á bensínstöð. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og loki þeim til framtíðar. Öllum spilakössunum var lokað þann 20. mars vegna COVID-19 en flestir voru opnaðir aftur í byrjun maí. Spilakassar á bensínstöðvum Olís hafa hins vegar ekki opnað aftur. Vonast til að lokunin sé til frambúðar Alma Björk Hafsteinsdóttir, er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. „Olís er í raun eina stórfyrirtækið á Íslandi sem er með spilakassa inni á sínum sölustöðum og við fengum fregnir af því að það væri ekki búið að opna spilakassana hjá Olís eftir að það voru gerðar tilslakanir á samkomubanninu. Við sáum ástæðu til að hrósa þeim fyrir það og erum í raun afskaplega ánægð með það að þeir skuli ekki verið búnir að opna en á sama tíma sjáum við ástæðu til að loka þeim til framtíðar.“ Sent erindi til framkvæmdastjóra Samtökin hafa sent erindi þess efnis á framkvæmdastjóra Olís. Hún segist ekki vita hver ástæðan er fyrir því að Olís sé ekki búið að opna spilakassana. „Ég hef ekki fengið nein viðbrögð eða svör frá Olís varðandi það en við náttúrulega vonum að Olís sé í raun að sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð og hlusta á fólki í landinu.“ Hún vísar í nýlega könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin en samkvæmt henni vilja 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu að spilakössum verði lokað til frambúðar. Alma segir að starfsemi Olís og rekstur fjárhættuspila eigi enga samleið. „Þarna er fólk að fara með fjölskylduna sína og það er að fara með börnin sín á meðan það er að kaupa eldsneyti og þetta er bara tímaskekkja að vera með spilakassa inn á bensínstöð,“ segir Alma.
Fjárhættuspil Bensín og olía Verslun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira