Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:35 Lögreglumenn í Peking vakta inngang að Xinfadi markaðnum en þangað má rekja nýjustu kórónuveirusmitin sem komið hafa upp í borginni. EPA/ROMAN PILIPEY Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira