Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 08:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39