Alfreð og félagar áfram í efstu deild - Haaland tryggði Dortmund silfursætið Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 15:36 Erling Braut Haaland fagnar eftir að hafa komið Dortmund yfir gegn Leipzig. VÍSIR/GETTY Bayern München gefur ekkert eftir þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn í fótbolta en liðið vann Freiburg 3-1 í dag. Leverkusen fór niður úr meistaradeildarsæti. Robert Lewandowski skoraði tvö marka Bayern og er nú kominn með 33 mörk í deildinni á leiktíðinni, sjö mörkum meira en Timo Werner hjá RB Leipzig. Robert Lewandowski has now scored 33 Bundesliga goals this season, the most by any player in a single campaign since Dieter Müller netted 34 for 1. FC Köln in 1976 77.Even we can't keep up. pic.twitter.com/78jb1XyFvM— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020 Leipzig tapaði stórleiknum við Dortmund á heimavelli, 2-0, þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin. Haaland hefur þar með skorað 13 mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa komið til Dortmund í janúar. Dortmund er því öruggt um 2. sæti deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir, en liðið er með 69 stig, sex stigum á undan Leipzig sem er í 3. sæti. Borussia Mönchengladbach komst upp í 4. sæti, með 62 stig, eftir 3-1 sigur gegn Paderborn, liði Samúels Kára Friðjónssonar sem lék síðustu mínúturnar í leiknum. Mönchengladbach er stigi fyrir ofan Leverkusen sem tapaði 2-0 fyrir Herthu Berlín og fór þar með niður úr meistaradeildarsæti. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 79. mínútu í 1-1 jafntefli Augsburg við Düsseldorf á útivelli. Augsburg tryggði sér þar með endanlega áframhaldandi veru í deildinni en liðið er í 15. sæti, sex stigum fyrir ofan Düsseldorf. CONFIRMED: FC Augsburg remains in the Bundesliga for next season! pic.twitter.com/6pouob4eI9— FC Augsburg (@FCA_World) June 20, 2020 Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Bayern München gefur ekkert eftir þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn í fótbolta en liðið vann Freiburg 3-1 í dag. Leverkusen fór niður úr meistaradeildarsæti. Robert Lewandowski skoraði tvö marka Bayern og er nú kominn með 33 mörk í deildinni á leiktíðinni, sjö mörkum meira en Timo Werner hjá RB Leipzig. Robert Lewandowski has now scored 33 Bundesliga goals this season, the most by any player in a single campaign since Dieter Müller netted 34 for 1. FC Köln in 1976 77.Even we can't keep up. pic.twitter.com/78jb1XyFvM— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020 Leipzig tapaði stórleiknum við Dortmund á heimavelli, 2-0, þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin. Haaland hefur þar með skorað 13 mörk í deildinni þrátt fyrir að hafa komið til Dortmund í janúar. Dortmund er því öruggt um 2. sæti deildarinnar nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir, en liðið er með 69 stig, sex stigum á undan Leipzig sem er í 3. sæti. Borussia Mönchengladbach komst upp í 4. sæti, með 62 stig, eftir 3-1 sigur gegn Paderborn, liði Samúels Kára Friðjónssonar sem lék síðustu mínúturnar í leiknum. Mönchengladbach er stigi fyrir ofan Leverkusen sem tapaði 2-0 fyrir Herthu Berlín og fór þar með niður úr meistaradeildarsæti. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 79. mínútu í 1-1 jafntefli Augsburg við Düsseldorf á útivelli. Augsburg tryggði sér þar með endanlega áframhaldandi veru í deildinni en liðið er í 15. sæti, sex stigum fyrir ofan Düsseldorf. CONFIRMED: FC Augsburg remains in the Bundesliga for next season! pic.twitter.com/6pouob4eI9— FC Augsburg (@FCA_World) June 20, 2020
Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira