Fjögur lykilatriði fyrir vinnustaði eftir faraldur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2020 10:00 Í kjölfar kórónufaraldurs er ljóst að fyrirtæki þurfa að aðlagast breyttum tímum hraðar en áður var áætlað. Vísir/Getty Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Það hefur ótrúlega margt breyst í heiminum á skömmum tíma og flestir virðast sammála því að faraldurinn hafi flýtt fyrir stafrænni þróun víða. Þá hafa alls kyns hlutir og aðstæður verið prófaðar á síðustu vikum sem fyrir stuttu þóttu alls ekki henta. Allt þetta þýðir að forgangsverkefni hjá fyrirtækjum þurfa að breytast mjög hratt og segir Mark Lobosco, sem fer fyrir mannauðsmálum á LinkedIn, að vinnustaðir um allan heim þurfi að horfa til framtíðar með nýjum áherslum. Heimsfaraldurinn hafi hreinlega gert að verkum að takast þarf á við breytta tíma hraðar en áður var talið. Í þeim efnum segir Lobosco fjögur atriði skipta sköpum. 1. Ánægja starfsfólks Ánægja starfsfólks er flestum stjórnendum ofarlega í huga en Lobosco segir það ekki nóg því til framtíðar þurfi ánægja og líðan starfsfólks að vera forgangsatriði hjá hverju fyrirtæki. 2. Sveigjanleiki starfsfólks Í ráðningum segir Lobosco að vinnustaðir þurfi nú að horfa til þess hversu líklegt fólk er til að sýna sveigjanleika eða getu til að takast á við ólíkar og fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Það sé liðin tíð að ráða fólk til vinnu sem gerir ráð fyrir því að starfið þeirra breytist ekki. Fjölbreytileikinn þarf líka að vera í fyrirrúmi innan teyma. 3. Sveigjanleiki vörumerkis Eitt af því sem kórónufaraldurinn hefur sýnt er að því betur sem vörumerki og/eða fyrirtæki geta aðlagast breyttri stöðu því betur gengur þeim. Nefnir Lobosco sem dæmi að snemma í samkomubanninu tilkynnti vörumerkið L‘Oreal að það myndi dreifa handhreinsiefnum ókeypis til sjúkrahúsa, apóteka, dvalarheimila og matvöruverslana. Að mati Lobosco var þetta markaðslega sterkur leikur hjá L‘Oreal sem sýndi neytendum að vörumerkið væri til staðar fyrir fólk þegar á reyndi og væri vel vakandi yfir hvaða aðstæðum sem kunna að koma upp. 4. Morgundagurinn er kominn Að aðlagast breyttum tímum getur verið hægara sagt en gert en er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki núna. Þarfir viðskiptavina hafa breyst, neysluvenjur hafa breyst og eru að breytast hratt og öll upplýsingamiðlun er orðin flóknari en áður. Þótt enginn geti spáð fyrir því hvernig framtíðin verður nákvæmlega segir Lobosco það aldrei hafa verið mikilvægari en nú að vinnustaðir aðlagi sig hratt að breyttum tímum en reyni ekki að halda í það sem einu sinni var.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira