Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:05 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. „Við vitum að útbreiðslan er hvað mest í Bandaríkjunum, og hún er mikil í Brasilíu og á Indlandi, þannig ég held að við þurfum að vera mjög varkár. Ég myndi vera mjög áhyggjufullur yfir því ef við færum að opna á það," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Bandaríkjamenn hafa almennt ekki mátt ferðast til landa innan Schengen-svæðisins og nú virðist ekki útlit fyrir að það breytist þann 1. júlí þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð að hluta. Í umfjöllun New York Times í dag segir að Bandaríkin, Rússland og Brasilía séu ekki á drögum að lista yfir svokölluð örugg ríki sem opnað verður á. Dómsmálaráðherra segir listann í vinnslu, þetta sé þó líkleg niðurstaða. „Það er auðvitað líklegt miðað við fjölda smita þar núna og þróunina sem er í landinu," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvað þyrfti að breytast til að hann teldi öruggt að taka á móti bandarískum ferðamönnum. „Það eru margar þjóðir að reyna finna einhverja formúlu til að meta áhættuna á því að ferðamenn geti borið með sér veiruna frá ýmsum svæðum. Það eru mjög breytilegar forsendur sem menn eru að nota og ég get ekki séð að það sé mikið vit í þvi," segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Ekki útilokað að ganga lengra en önnur lönd Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að einungis tvö svokölluð virk smit hafa greinst í landamæraeftirliti á síðustu viku. Önnur hafa verið eldri smit þar sem einstaklingur er ekki lengur smitandi. Talið er líklegt að skimun verði að minnsta kosti haldið áfram til júlíloka. Dómsmálaráðherra hefur viðrað hugmyndir um að Ísland gangi lengra en önnur Schengen-ríki, sinni brottfarareftirliti hér á landi og hleypi þá til að mynda Bandaríkjamönnum til landsins Ríki innan Schengen hafa tekið illa í slíkar hugmyndir. Áslaug segir leiðina ekki útilokaða þrátt fyrir neikvæð viðbrögð. „Við þurfum alltaf að meta hagsmuni okkar í hvert sinn og við munum áfram gera það. Við höfum verið að fara þá leið að skima alla og erum þá ekki að gera upp á milli landa innan Schengen eins og mörg ríki eru að gera. Þannig við þurfum bara að gera þetta á okkar forsendum," segir Áslaug. Mikilvæg forsenda sé þó að Íslendingum verði jafnframt leyft að koma til Bandaríkjanna. „Gagnkvæmnin er ekki síður mikilvæg. En við höfum ekki fengið neinar vísbendingar frá Bandaríkjunum um hvað þau hyggjast gera og hver næstu skref verða þar," segir Áslaug. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Icelandair breytir Bandaríkjaflugi Icelandair hefur þurft að breyta flugáætlun sinni nú þegar útlit er fyrir að ekki sé von á bandarískum ferðamönnum. „Um miðjan júní vorum við með áætlun um að auka Bandaríkjaflugið talsvert frá 1. júlí en höfum nú dregið aftur úr því," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Félagið ætlaði að fljúga til sex áfangastaða í Bandaríkjunum. Nú verður einungis áfram flogið til Boston en Seattle þó bætt við. Hann segir það hafa verið viðbúið að breyta þyrfti áætlunum. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér. En við höfum gert ráð fyrir í okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í einhvern tíma," segir Bogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira