Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:35 Sara Björk í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Hún verður líklega hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum sjálfum. Stuart Franklin/Getty Images Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira