Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 20:00 Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún á 108 ára afmæli í dag. Vísir/Baldur Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“ Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“
Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira