Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 08:16 Borgarstjórinn fannst látinn í síðustu viku. Vísir/Getty Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35