Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Greta Thunberg er verulega ósátt við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Vísir/EPA Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“ Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45