Hænsnabóndi í Garðabæ segir skemmtilegt að halda hænur í borg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2 Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2
Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira