Tveimur hátíðum aflýst meðan nýju reglurnar voru kynntar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:30 Ein með öllu hefði átt að fara fram á Akureyri um helgina, þó með breyttu sniði. Vísir/Vilhelm Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Tveimur útihátíðum um verslunarmannahelgina var aflýst á meðan blaðamannafundur stjórnvalda um hertar kórónuveiruaðgerðir stóð yfir. Sæludögum í Vatnaskógi var aflýst klukkan 11:20 og mínútu síðar var Ein með öllu á Akureyri blásin af. Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðir í Vatnaskógi, hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Sæludögum. „Í ár var í undirbúningi hátíð þar sem samkomutakmarkanir yrðu að fullu virtar og búið að gera aðrar ráðstafanir í fullu samræmi til tilmæli Embættis landlæknis,“ segja Skógarmenn í yfirlýsingu og bæta við: „Það er aftur á móti mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru komnar upp á ný.“ Fólki býðst að fá aðgöngu- og gistikostnað endurgreiddan að fullu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. „Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri og öllum viðburðum sem henni tengjast verið aflýst. Það smit sem komið er upp í samfélaginu og í kjölfarið ný fyrirmæli sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda útiloka slíkt viðburðahald,“ segir í yfirlýsingu fá aðstandendum. Þar segjast þeir hafa átt fund með lögreglunni á Akureyri og bæjaryfirvöldum í morgun. Þar hafi verið einhugur um að taka enga áhættu og því einboðið að aflýsa Einni með öllu.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19