Víðir og Þórólfur styttu sumarfríin Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 20:11 Víðir og Þórólfur fóru í stutt sumarfrí en voru þó í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið á meðan því stóð. Vísir/Vilhelm Vegna fjölgunar smita í samfélaginu ákváðu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stytta sumarfríin sín og snúa aftur til vinnu. Víðir var á blaðamannafundi í dag þar sem hertar aðgerðir voru kynntar og Þórólfur mun mæta á upplýsingafund almannavarna á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi en mbl.is hafði greint frá því í kvöld að Þórólfur myndi snúa aftur á morgun. Fyrir viku síðan fór 88. upplýsingafundur almannavarna fram og átti sá fundur að vera sá síðasti í bili. Því blasti kærkomið sumarfrí við þeim félögum, en það entist ekki lengi þegar smitum fór að fjölga á ný. Boðað var aftur til upplýsingafundar á þriðjudag. Vegna faraldursins var þó ljóst að þeir yrðu aldrei í hefðbundnu sumarfríi og voru þeir í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið í þá fáu daga sem þeir voru í burtu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Líkt og áður sagði mun Þórólfur vera á upplýsingafundi almannavarna á morgun en fundurinn verður í beinni útsendingu á morgun klukkan 14. Jóhann segir að landsmenn megi búast við fleiri upplýsingafundum nú þegar smitum er farið að fjölga á ný. „Upplýsingamiðlun er lykilatriði í þeirri stöðu sem er uppi núna. Það verður upplýsingafundur á morgun og við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri upplýsingafundir á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vegna fjölgunar smita í samfélaginu ákváðu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að stytta sumarfríin sín og snúa aftur til vinnu. Víðir var á blaðamannafundi í dag þar sem hertar aðgerðir voru kynntar og Þórólfur mun mæta á upplýsingafund almannavarna á morgun. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi en mbl.is hafði greint frá því í kvöld að Þórólfur myndi snúa aftur á morgun. Fyrir viku síðan fór 88. upplýsingafundur almannavarna fram og átti sá fundur að vera sá síðasti í bili. Því blasti kærkomið sumarfrí við þeim félögum, en það entist ekki lengi þegar smitum fór að fjölga á ný. Boðað var aftur til upplýsingafundar á þriðjudag. Vegna faraldursins var þó ljóst að þeir yrðu aldrei í hefðbundnu sumarfríi og voru þeir í stöðugum samskiptum við viðbragðsteymið í þá fáu daga sem þeir voru í burtu. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller hafa verið tíðir gestir á skjám landsmanna undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Líkt og áður sagði mun Þórólfur vera á upplýsingafundi almannavarna á morgun en fundurinn verður í beinni útsendingu á morgun klukkan 14. Jóhann segir að landsmenn megi búast við fleiri upplýsingafundum nú þegar smitum er farið að fjölga á ný. „Upplýsingamiðlun er lykilatriði í þeirri stöðu sem er uppi núna. Það verður upplýsingafundur á morgun og við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri upplýsingafundir á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira