Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 09:09 Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins. Vísir/Harmageddon Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira