Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 15:41 Jadon Sancho skoraði 17 mörk í þýsku 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann varð þriðji markahæstur í deildinni. vísir/getty Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari. Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari.
Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00
Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30