Sá yngsti sem kemur liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 23:30 Julian Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. getty/Julian Finney Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52
Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00