Aftur í fjarvinnu: Önnur lota Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 13:00 Þótt margt hafi lært í fjarvinnu í samkomubanni fylgja fjarvinnunni enn margar áskoranir. Vísir/Getty Fæstir bjuggust við að vera komnir aftur í þá stöðu strax í ágúst að fjarvinna yrði jafn mikil nú og hún var í samkomubanni. Það er þó staðreyndin víða. Flestir eiga auðvelt með að taka upp fyrri fjarvinnutækni þótt margir sakni vinnustaðarins og vinnufélaga. En þegar fjarvinna hefur staðið yfir í langan tíma er ekki laust við að nokkuð fari að reyna á. Margir hafa til dæmis þróað með sér meiri sveigjanleika í vinnutíma sem aftur kallar á að vanda sig við samþættingu heimilis og vinnu. Enn aðrir hafa fundið fyrir stoðverkjum og vita betur nú að ef ekki er vandað til með vinnuaðstöðu getur vöðvabólga og aðrir kvillar verið fljót að láta aftur á sér kræla. Í þessari Covid bylgju tvö er því vert að fara yfir nokkur góð ráð til að hjálpa okkur að halda fókus þegar að við erum í fjarvinnu en passa um leið upp á líkama og sál. 1. Settu þér tímamörk Það getur vel verið að fjarvinnan þín hafi þróast þannig að þú sért ekki lengur eins bundin(n) því að vinna frá kl.9-17. Hins vegar er mikilvægt að ákveða það fyrirfram á hvaða tímum þú ætlar að vinna og halda þér síðan við það plan. Þannig heldur þú dampi á vinnustundum en nýtir þér sveigjanleika fjarvinnunnar. Þessi sveigjanleiki þarf víða að ríma við dagskrá fjölskyldunnar og hvenær þú hefur best næði til að vinna. Þess vegna er mikilvægt að skapa sér eins gott umhverfi til að vinna á skilgreindum vinnustundum þannig að samþætting fjarvinnu og fjölskyldu haldist sem best í hendur. 2. Vinnuaðstaðan verður að vera skilgreint svæði Það hafa alls ekki allir færi á að útbúa sér góða vinnuaðstöðu heima. Hins vegar er mjög mikilvægt að vinnuaðstaðan sé skilgreint svæði og mælt er með því að þú komir þér alltaf fyrir á sama skilgreinda vinnusvæðinu. Ef vinnuaðstaðan er til dæmis við eldhúsborðið þarf hún að vera þar daglega þannig að þú komir þér fyrir þar alla daga á þeim stundum sem þú ætlar að vinna og gangir frá þeirri aðstöðu að vinnu lokinni. Að færa sig á milli staða, eldhúsborðið, sófinn í stofunni, sitjandi upp í rúmi….er líklegra til að draga úr afköstum og einbeitingu. Einnig: Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? 3. Ferskt loft og hreyfing Hjá sumum er fullkomið næði til að sitja við tölvuna allan daginn og vinna. Slík seta gerir hins vegar engum gott. Mikilvægt er fyrir alla að muna eftir því að standa upp reglulega, teygja aðeins úr sér og passa vel upp á að blóðflæðið sé örugglega fyrir hendi í líkamanum. Með fjarvinnu getur setustundum innandyra hæglega fjölgað þannig að áður en þú veist af hefur þú ekkert farið út úr húsi alla vikuna. Þess vegna þarf líka að muna eftir því að ferskt loft gerir öllum gott. Ef makinn sér til dæmis um að koma við í búð eða sækja börnin, þarft þú að vera meðvituð/meðvitaður um hvað þú ætlar að gera til að tryggja þér ferskt súrefni í kroppinn. Til dæmis er ágætisráð að skipuleggja eitthvað eftir vinnu sem kallar á að þú þarft að fara út og hreyfa þig. 4. Dagskrá dagsins skiptir máli Verkefnalisti fyrir daginn er jafnvel enn mikilvægari en áður nú þegar fjarvinna hefur staðið yfir hjá sumum svo vikum skiptir og jafnvel í mánuði. Þótt áreitið á þig verði ekkert frá utanaðkomandi í dag, er gott að byrja alla daga á því að útbúa verkefnalista og passa uppá að fylgja honum eftir út daginn. Þannig tryggjum við afköstin og einbeitinguna okkar betur en ella. 5. Að sakna vinnufélaganna Í fjarvinnu getur verið auðvelt að gleyma sér svolítið á vafri eða á netinu. Margir sakna félagsskaparins úr vinnunni og því er skiljanlegt að falast eftir einhvers konar nálgun við fólk, til dæmis á samfélagsmiðlum. Í raun er félagsskapurinn nauðsynlegur en til þess að halda afköstunum og einbeitingunni í lagi er ágætt að setja sér einhvers konar markmið eða takmörk þannig að á vinnustundum lágmarkir þú áreiti samfélagsmiðla og nets en ákveður fyrirfram að taka regluleg hlé frá vinnu sem þú meðal annars nýtir til að kíkja aðeins á Facebook og fleira. 6. Hugsaðu vel um sjálfan þig Svefn, mataræði, hreyfing. Allt eru þetta atriði sem þríeykið hefur minnt fólk á reglulega en nú þegar sumri lýkur og margir sjá fram á fjarvinnu með haustinu er mikilvægt að setja sér strax það markmið að líkamleg og andleg heilsa verði góð þannig að þér líði vel í fjarvinnu og á öðrum stundum. Að hreyfa sig daglega er líka mikilvægt. Ef ekki í ræktinni þá með æfingum heima fyrir eða utandyra. 7. Samskipti Eitt af því sem hefur mælst í sumum rannsóknum er að fólk upplifi einmanaleika í fjarvinnu. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk sé meðvitað um það að þótt það sé í fjarvinnu eru samskipti við annað fólk mjög mikilvæg. Þar er til dæmis ekki nóg að láta eingöngu yfirmanninn vita hvernig þér er að ganga með verkefnin. Gott er að taka þátt í fjarfundum þegar þeir eru haldnir og öðrum viðburðum líka. Sumir vinnufélagar hafa til dæmis verið með reglulega hittinga á Zoom þar sem fólk borðar saman í hádeginu, hittist í happy hour eða tekur bara smá spjall. 8. Að fjölskyldan virði fjarvinnuna Á sama tíma og samskipti við annað fólk eru mjög mikilvæg þarf fjölskyldan einnig að læra að þótt þú sért heima fyrir og í augsýn, þá ertu að vinna. Þá þarf í sumum tilfellum að láta stórfjölskylduna eða vini vita á hvaða tíma þú ert að vinna því þótt þú sért í fjarvinnu er það ekkert endilega að henta að fólk droppi við í kaffi hvenær sem er. Settu mörkin með því að skýra út fyrir þínum nánustu hvenær þú ert að vinna og hvenær þú hefur svigrúm til að gera eitthvað annað. 9. Að ljúka vinnudeginum Síðasta áskorun dagsins í fjarvinnu er að ljúka vinnudeginum. Þótt tölvan standi enn í augsýn og auðvelt sé að halda eitthvað aðeins áfram að vinna, þurfa að vera skil á milli heimilis og vinnu þegar að vinnudeginum lýkur. Vertu vakandi yfir því að þegar fjarvinnutímanum er lokið, þá segir þú skilið við vinnuna þar til daginn eftir. Hvíld frá vinnu er jafn mikilvæg í fjarvinnu sem annars staðar. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Fæstir bjuggust við að vera komnir aftur í þá stöðu strax í ágúst að fjarvinna yrði jafn mikil nú og hún var í samkomubanni. Það er þó staðreyndin víða. Flestir eiga auðvelt með að taka upp fyrri fjarvinnutækni þótt margir sakni vinnustaðarins og vinnufélaga. En þegar fjarvinna hefur staðið yfir í langan tíma er ekki laust við að nokkuð fari að reyna á. Margir hafa til dæmis þróað með sér meiri sveigjanleika í vinnutíma sem aftur kallar á að vanda sig við samþættingu heimilis og vinnu. Enn aðrir hafa fundið fyrir stoðverkjum og vita betur nú að ef ekki er vandað til með vinnuaðstöðu getur vöðvabólga og aðrir kvillar verið fljót að láta aftur á sér kræla. Í þessari Covid bylgju tvö er því vert að fara yfir nokkur góð ráð til að hjálpa okkur að halda fókus þegar að við erum í fjarvinnu en passa um leið upp á líkama og sál. 1. Settu þér tímamörk Það getur vel verið að fjarvinnan þín hafi þróast þannig að þú sért ekki lengur eins bundin(n) því að vinna frá kl.9-17. Hins vegar er mikilvægt að ákveða það fyrirfram á hvaða tímum þú ætlar að vinna og halda þér síðan við það plan. Þannig heldur þú dampi á vinnustundum en nýtir þér sveigjanleika fjarvinnunnar. Þessi sveigjanleiki þarf víða að ríma við dagskrá fjölskyldunnar og hvenær þú hefur best næði til að vinna. Þess vegna er mikilvægt að skapa sér eins gott umhverfi til að vinna á skilgreindum vinnustundum þannig að samþætting fjarvinnu og fjölskyldu haldist sem best í hendur. 2. Vinnuaðstaðan verður að vera skilgreint svæði Það hafa alls ekki allir færi á að útbúa sér góða vinnuaðstöðu heima. Hins vegar er mjög mikilvægt að vinnuaðstaðan sé skilgreint svæði og mælt er með því að þú komir þér alltaf fyrir á sama skilgreinda vinnusvæðinu. Ef vinnuaðstaðan er til dæmis við eldhúsborðið þarf hún að vera þar daglega þannig að þú komir þér fyrir þar alla daga á þeim stundum sem þú ætlar að vinna og gangir frá þeirri aðstöðu að vinnu lokinni. Að færa sig á milli staða, eldhúsborðið, sófinn í stofunni, sitjandi upp í rúmi….er líklegra til að draga úr afköstum og einbeitingu. Einnig: Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? 3. Ferskt loft og hreyfing Hjá sumum er fullkomið næði til að sitja við tölvuna allan daginn og vinna. Slík seta gerir hins vegar engum gott. Mikilvægt er fyrir alla að muna eftir því að standa upp reglulega, teygja aðeins úr sér og passa vel upp á að blóðflæðið sé örugglega fyrir hendi í líkamanum. Með fjarvinnu getur setustundum innandyra hæglega fjölgað þannig að áður en þú veist af hefur þú ekkert farið út úr húsi alla vikuna. Þess vegna þarf líka að muna eftir því að ferskt loft gerir öllum gott. Ef makinn sér til dæmis um að koma við í búð eða sækja börnin, þarft þú að vera meðvituð/meðvitaður um hvað þú ætlar að gera til að tryggja þér ferskt súrefni í kroppinn. Til dæmis er ágætisráð að skipuleggja eitthvað eftir vinnu sem kallar á að þú þarft að fara út og hreyfa þig. 4. Dagskrá dagsins skiptir máli Verkefnalisti fyrir daginn er jafnvel enn mikilvægari en áður nú þegar fjarvinna hefur staðið yfir hjá sumum svo vikum skiptir og jafnvel í mánuði. Þótt áreitið á þig verði ekkert frá utanaðkomandi í dag, er gott að byrja alla daga á því að útbúa verkefnalista og passa uppá að fylgja honum eftir út daginn. Þannig tryggjum við afköstin og einbeitinguna okkar betur en ella. 5. Að sakna vinnufélaganna Í fjarvinnu getur verið auðvelt að gleyma sér svolítið á vafri eða á netinu. Margir sakna félagsskaparins úr vinnunni og því er skiljanlegt að falast eftir einhvers konar nálgun við fólk, til dæmis á samfélagsmiðlum. Í raun er félagsskapurinn nauðsynlegur en til þess að halda afköstunum og einbeitingunni í lagi er ágætt að setja sér einhvers konar markmið eða takmörk þannig að á vinnustundum lágmarkir þú áreiti samfélagsmiðla og nets en ákveður fyrirfram að taka regluleg hlé frá vinnu sem þú meðal annars nýtir til að kíkja aðeins á Facebook og fleira. 6. Hugsaðu vel um sjálfan þig Svefn, mataræði, hreyfing. Allt eru þetta atriði sem þríeykið hefur minnt fólk á reglulega en nú þegar sumri lýkur og margir sjá fram á fjarvinnu með haustinu er mikilvægt að setja sér strax það markmið að líkamleg og andleg heilsa verði góð þannig að þér líði vel í fjarvinnu og á öðrum stundum. Að hreyfa sig daglega er líka mikilvægt. Ef ekki í ræktinni þá með æfingum heima fyrir eða utandyra. 7. Samskipti Eitt af því sem hefur mælst í sumum rannsóknum er að fólk upplifi einmanaleika í fjarvinnu. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk sé meðvitað um það að þótt það sé í fjarvinnu eru samskipti við annað fólk mjög mikilvæg. Þar er til dæmis ekki nóg að láta eingöngu yfirmanninn vita hvernig þér er að ganga með verkefnin. Gott er að taka þátt í fjarfundum þegar þeir eru haldnir og öðrum viðburðum líka. Sumir vinnufélagar hafa til dæmis verið með reglulega hittinga á Zoom þar sem fólk borðar saman í hádeginu, hittist í happy hour eða tekur bara smá spjall. 8. Að fjölskyldan virði fjarvinnuna Á sama tíma og samskipti við annað fólk eru mjög mikilvæg þarf fjölskyldan einnig að læra að þótt þú sért heima fyrir og í augsýn, þá ertu að vinna. Þá þarf í sumum tilfellum að láta stórfjölskylduna eða vini vita á hvaða tíma þú ert að vinna því þótt þú sért í fjarvinnu er það ekkert endilega að henta að fólk droppi við í kaffi hvenær sem er. Settu mörkin með því að skýra út fyrir þínum nánustu hvenær þú ert að vinna og hvenær þú hefur svigrúm til að gera eitthvað annað. 9. Að ljúka vinnudeginum Síðasta áskorun dagsins í fjarvinnu er að ljúka vinnudeginum. Þótt tölvan standi enn í augsýn og auðvelt sé að halda eitthvað aðeins áfram að vinna, þurfa að vera skil á milli heimilis og vinnu þegar að vinnudeginum lýkur. Vertu vakandi yfir því að þegar fjarvinnutímanum er lokið, þá segir þú skilið við vinnuna þar til daginn eftir. Hvíld frá vinnu er jafn mikilvæg í fjarvinnu sem annars staðar.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00 Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00
Sjö góð ráð fyrir hundaeigendur í fjarvinnu Hundar eru næmir á líðan eigenda sinna og félagsverur miklar. Það getur hins vegar skapað ný vandamál þegar hundaeigendur eru mikið heima, til dæmis í fjarvinnu eða eru frá vinnu vegna kórónuveirunnar eins og nú er algengt. 26. mars 2020 09:00
Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00