Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01