„Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:00 Neymar og Kylian Mbappe eru frábærir leikmenn og lykilmenn ætli Paris Saint-Germain að vinna langþráðan sigur í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira