Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 19:53 Dobermann-hundur. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira