Stjórnarflokkurinn herðir tökin í Aserbaídsjan Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 12:41 Hinn 58 ára Ilham Aliyev hefur stýrt landinu frá 2003. AP Stjórnarflokkurinn í Aserbaídsjan, flokkur Ilham Aliyev forseta, vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstæðingar og alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa sett út á framkvæmd kosninganna. Flokkur Aliyev forseta vann meirihluta þingsæta í kosningunum samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn landsins. Gera þær ráð fyrir að Nýtt Aserbaídsjan, flokkur Aliyev, hafi hlotið 65 þingsæti af þeim 125 sem í boði eru á aserska þinginu. Talsmenn flokksins hafa nú þegar lýst yfir sigri. Eftirlitsaðilar á vegum ÖSE segja að „kjósendum hafi ekki verið boðið upp á merkingarbært val“ í kosningunum, auk þess að brot hafi verið framin við talningu atkvæða. Arif Gadjily, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segir að nokkuð hafi verið um að fyrirfram merktum kjörseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að margir hafi kosið oftar en einu sinni. Frá kjörfundi í Aserbaídsjan í gær.AP Leysti upp þingið Aliyev leysti upp þingið fyrir tveimur mánuðum, leysti forsætisráðherrann og fleiri háttsetta embættismenn frá störfum, auk þess að flýta kosningum. Stjórnarandstæðingar segja að með kosningunum geti forsetinn komið valdamiklum en óvinsælum mönnum frá í nafni umbóta, á sama tíma og hann viðheldur völdum síns flokks. Hinn 58 ára Aliyev hefur stýrt landinu frá 2003, en hann tók þá við embættinu af föður sínum. Eiginkona hans, Mehriban Aliyeva, gegnir embætti varaforseta landsins. Alls búa um níu milljónir manna í Aserbaídsjan. Landið er mjög ríkt af olíu og mjög háð hráefnaútflutningi. Lækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif á efnahag landsins að undanförnu og hefur gjaldmiðill landsins fallið í virði. Aserbaídsjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Stjórnarflokkurinn í Aserbaídsjan, flokkur Ilham Aliyev forseta, vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstæðingar og alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa sett út á framkvæmd kosninganna. Flokkur Aliyev forseta vann meirihluta þingsæta í kosningunum samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn landsins. Gera þær ráð fyrir að Nýtt Aserbaídsjan, flokkur Aliyev, hafi hlotið 65 þingsæti af þeim 125 sem í boði eru á aserska þinginu. Talsmenn flokksins hafa nú þegar lýst yfir sigri. Eftirlitsaðilar á vegum ÖSE segja að „kjósendum hafi ekki verið boðið upp á merkingarbært val“ í kosningunum, auk þess að brot hafi verið framin við talningu atkvæða. Arif Gadjily, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segir að nokkuð hafi verið um að fyrirfram merktum kjörseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að margir hafi kosið oftar en einu sinni. Frá kjörfundi í Aserbaídsjan í gær.AP Leysti upp þingið Aliyev leysti upp þingið fyrir tveimur mánuðum, leysti forsætisráðherrann og fleiri háttsetta embættismenn frá störfum, auk þess að flýta kosningum. Stjórnarandstæðingar segja að með kosningunum geti forsetinn komið valdamiklum en óvinsælum mönnum frá í nafni umbóta, á sama tíma og hann viðheldur völdum síns flokks. Hinn 58 ára Aliyev hefur stýrt landinu frá 2003, en hann tók þá við embættinu af föður sínum. Eiginkona hans, Mehriban Aliyeva, gegnir embætti varaforseta landsins. Alls búa um níu milljónir manna í Aserbaídsjan. Landið er mjög ríkt af olíu og mjög háð hráefnaútflutningi. Lækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif á efnahag landsins að undanförnu og hefur gjaldmiðill landsins fallið í virði.
Aserbaídsjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira