Sláandi staðreynd um Madonnu, PSG og Leipzig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 12:00 Madonna og mynd frá leik Paris Saint Germain og RB Leipzig í gær. Samsett/EPA Undanúrslitaleikur Paris Saint Germain og Leipzig í gærkvöldi var leikur tveggja liða sem hafa bæði verið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins í Meistaradeildinni í ár. Nooruddean eða skeggjaði snillingurinn eins og hann kallar sig á Twitter, benti á athyglisverða staðreynd í gær svona til að sýna flestum hvað þau eru í raun orðin gömul. Mótherjarnir í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar eru nefnilega ekki gömul félög. Paris Saint Germain var stofnað 12. ágúst 1970 og hélt því upp á hálfrar aldar afmælið sitt á dögunum. RB Leipzig er hins vegar miklu yngra enda stofnað 19. maí 2009 eða fyrir rúmum ellefu árum síðan. Þetta fékk Nooruddean til að benda á þessa sjokkerandi staðreynd hér fyrir neðan. Madonna is older than PSG and RB Leipzig combined— Nooruddean (@BeardedGenius) August 18, 2020 Nooruddean var sjálfur það uppverðraður við þessa uppgötvun sína að hann skrifaði þetta á Twitter. Þar stóð hjá honun: Madonna er eldri en PSG og RB Leipzig til samans. Bandaríska söngkonan Madonna, oft nefnd drottning popptónlistarinnar, átti líka afmæli fyrir nokkrum dögum því hún hélt upp á 62 ára afmælið sitt 16. ágúst síðastliðinn. Ef við leggjum saman aldur knattspyrnufélaganna PSG og RB Leipzig þá nær það aðeins upp í 61 ár. Annar Twitter-notandi svaraði færslu Nooruddean með annarri staðreynd. Vogue came out two years before Neymar was born. Ray of Light six months before Mbappé was born. hey hi we're old.— Muhammad Butt (@muhammadbutt) August 18, 2020 Vogue, eitt frægasta lag Madonnu, kom út 20. mars 1990 eða tveimur árum áður en Neymar fæddist. Ray of Light platan hennar kom síðan út í febrúar 1998, eða sex mánuðum áður en Mbappé fæddist. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Undanúrslitaleikur Paris Saint Germain og Leipzig í gærkvöldi var leikur tveggja liða sem hafa bæði verið að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins í Meistaradeildinni í ár. Nooruddean eða skeggjaði snillingurinn eins og hann kallar sig á Twitter, benti á athyglisverða staðreynd í gær svona til að sýna flestum hvað þau eru í raun orðin gömul. Mótherjarnir í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar eru nefnilega ekki gömul félög. Paris Saint Germain var stofnað 12. ágúst 1970 og hélt því upp á hálfrar aldar afmælið sitt á dögunum. RB Leipzig er hins vegar miklu yngra enda stofnað 19. maí 2009 eða fyrir rúmum ellefu árum síðan. Þetta fékk Nooruddean til að benda á þessa sjokkerandi staðreynd hér fyrir neðan. Madonna is older than PSG and RB Leipzig combined— Nooruddean (@BeardedGenius) August 18, 2020 Nooruddean var sjálfur það uppverðraður við þessa uppgötvun sína að hann skrifaði þetta á Twitter. Þar stóð hjá honun: Madonna er eldri en PSG og RB Leipzig til samans. Bandaríska söngkonan Madonna, oft nefnd drottning popptónlistarinnar, átti líka afmæli fyrir nokkrum dögum því hún hélt upp á 62 ára afmælið sitt 16. ágúst síðastliðinn. Ef við leggjum saman aldur knattspyrnufélaganna PSG og RB Leipzig þá nær það aðeins upp í 61 ár. Annar Twitter-notandi svaraði færslu Nooruddean með annarri staðreynd. Vogue came out two years before Neymar was born. Ray of Light six months before Mbappé was born. hey hi we're old.— Muhammad Butt (@muhammadbutt) August 18, 2020 Vogue, eitt frægasta lag Madonnu, kom út 20. mars 1990 eða tveimur árum áður en Neymar fæddist. Ray of Light platan hennar kom síðan út í febrúar 1998, eða sex mánuðum áður en Mbappé fæddist.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira