Háklassavændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum sem þeim verstu Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2020 09:00 Anna Bentína Hermansen ráðgjafi hjá Stígamótum hefur sjálf horft á Exitþættina og telur þá gefa raunsanna mynd af því sem viðgengst á Íslandi meðal ríkra viðskiptavina vændiskvenna. Þessum viðskiptavinum er lýst af vændiskonum sem þeim verstu því í skjóli peninga telja þeir sig oft hafa rétt til þess að fara út fyrir öll mörk. Vísir/Vilhelm Anna Bentína Hermansen ráðgjafi hjá Stígamótum segir háklassavændi til staðar á Íslandi rétt eins og erlendis. Í frásögnum vændiskvenna séu ríkir viðskiptavinir þeir verstu. Þeir telja sig hafa meiri rétt en aðrir vegna þess að þeir borga hátt verð. Einnig eru þetta þeir viðskiptavinir sem ganga lengst enda vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. Þá segir Anna Stígamót vita til þess að vinir leigi eða kaupi íbúðir til að stunda einhvers konar svallpartí. „Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að konum sem þeir keyptu,“ segir Anna. Á litla Íslandi væri auðvelt að trúa því að stéttaskipting sé ekki til staðar í vændi og því ekkert sem heitir „háklassavændi“. Anna segir hins vegar að í vændismálum sé Ísland ekkert frábrugðið öðrum löndum.Siðblinda, háklassavændi, ofbeldi, dóp og mistnotkun koma fram í norsku þáttunum Exit sem byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnarmanna frá árinu 2017. Atvinnulífið á Vísi rýnir í dag í dökkar hliðar viðskipta- og fjármálaheims á Íslandi og spyr hvort tilefni sé til að ætla að eitthvað sambærilegt þrífist hér á landi.Afar algengt er að vændiskonur lýsi þeim sem verri kúnnum, því þótt þeir borgi meira þá eru kröfurnar og virðingaleysið gagnvart þeirra eigin mörkum mun meiri„Ef skilgreiningin á háklassavændi er að ríkir kaupendur borgi meira fyrir kaup á vændi, þá er svarið já,“ segir Anna. „Margir hafa þá hugmynd að ríkir kaupendur séu eins og myndin Pretty Woman sýnir en það er alls ekki raunin.“ Í þeirri mynd leikur Julia Roberts vændiskonu sem er keypt af ríkum viðskiptamanni sem Richard Gere leikur. Hann kemur fram við hana eins og kærustu og endar með því að verða ástfanginn af henni og bjarga henni úr vændinu. Vændiskonur lýsa hins vegar ríkum viðskiptavinum á allt annan hátt. „Þær konur sem hafa verið í vændi lýsa þeim sem borga meira vilji fá meira fyrir þjónustuna,“ segir Anna og bætir við „Margar lýsa að kaup þeirra séu eins og á hverri annarri vöru, því meira sem þú borgar því meira færðu og því meiri rétt upplifa þeir sig hafa.“ Er eitthvað meira sem einkennir ríka viðskiptavini sem kaupa vændi?„Viðhorf þeirra einkennist af virðingarleysi og þvingunum, að konan sem þeir keyptu uppfylli fantasíur þeirra. Afar algengt er að vændiskonur lýsi þeim sem verri kúnnum, því þótt þeir borgi meira þá eru kröfurnar og virðingaleysið gagnvart þeirra eigin mörkum mun meiri. Þeir eru vanir að peningar gefi þeim ákveðið vald og viðhorf þeirra er litað af því,“ segir Anna. Anna segist sjálf hafa horft á Exit sem henni finnst draga upp raunsæja mynd af því sem þær hafi heyrt sögur um hjá Stígamótum. Hún segir Ísland ekki geta talið sig neitt saklausari en aðrar þjóðir, staðan hér sé hreinlega sú sama og þekkt er í öðrum vestrænum ríkjum. „Siðferðið hér virðist ekkert vera meira, þótt við segjum oft að svona sé ekki til á Íslandi þá er það oft vegna þess að við viljum ekki horfast í augu við það.“Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptuÁ Íslandi er þekkt að vinir sem hafa mikið fjármagn leigi eða kaupi íbúðir eins og félagarnir gera í norsku Exitþáttunum. Þangað komi vændiskonur sem þeir kaupa fyrir sjálfan sig og leyfa jafnvel vinum að hafa afnot af.Svallpartí, dóp, ofbeldi, vændi og misnotkun Í umræddum Exit-þáttum var íbúð notuð sem afdrep fyrir vændiskaup og/eða partí þar sem mikið var um vændi, dóp, ofbeldi og misnotkun.Má ætla að einhver birtingarmynd af svipuðum toga sé til staðar á Íslandi í dag?„Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptu,“ segir Anna. Eitt af því sem hefur vakið athygli er að frásagnir þeirra fjögurra athafnarmanna sem norsku Exitþættirnir byggja á, eru frásagnir frá árinu 2017.En getur verið að þær frásagnir sem Stígamót séu að heyra séu frásagnir af deginum í dag eða eru þetta gamlar sögur?Anna segir að hjá Stígamótum hafi þær heyrt fleiri sögur fyrir hrun en það skýrist einkum af því að kaup voru gerð refsiverð árið 2009 þegar Ísland tók upp sænsku leiðina í vændismálum. „Það heyrist vissulega minna af þessu núna, en er þó enn til staðar samkvæmt okkar upplýsingum, þótt það fari ekki eins hátt.“ Um þættina segir Anna „Ég hef sjálf séð þessa þætti og mér fannst þeir gefa raunsanna mynd af veruleika vændiskvenna sem lýsa slíkum partíum á svipaðan hátt.“Auðkýfingar og hrottar Að sögn Önnu hafa rannsóknir sýnt að flestir þeir sem kaupa vændi eru giftir menn, feður, góðir samstarfsfélagar og menn sem standa sína pligt í starfi. Vændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum þó sem hrotta. „Þegar þær komast út úr vændi þá lýsa þær ríku viðskiptavinum sínum sem einna verstu. Þótt þeir borguðu meira þá gengu þeir miklu lengra,“ segir Anna og bætir við „Vegna þess hversu langt þeir gengu, brutu þeir algjörlega þeirra mörk og gengu lengra en aðrir.“ Að sögn Önnu er eins og þessir viðskiptavinir líti svo á að það að greiða hátt verð fyrir vændi leyfi þeim meira hömluleysi miðað við frásagnir vændiskennanna. „Virðingaleysið var algjört og þeim fannst þeir vera í fullum rétti að haga sér nákvæmlega eins og þeir vildu því þeir borguðu fyrir það.“ Anna segir þessa viðskiptavini ekki líta á konurnar sem manneskjur. „Þær voru ekki annað en hlutir í þeirra augum sem áttu að þjónusta þá, algjörlega eftir þeirra vilja og fantasíum,“ segir Anna. Þá segir Anna oft erfitt fyrir vændiskonur að komast út úr vítahringnum. Tekjurnar séu háar miðað við þau laun sem þær geta fengið á almennum vinnumarkaði. Á Íslandi sé smæðin líka vandamál. „Á okkar litla Íslandi er afar erfitt fyrir vændiskonu að rekast á menn sem virðulega settlega menn sem að þeirra mati voru algjörir hrottar við þær þegar þeir keyptu þær.“ Anna segir háklassavændi ekkert ólík öðrum viðskiptum þar sem kaupendur meta vöru- og þjónustukaupin miðað við þær upphæðir sem þeir greiða fyrir. „Því hærri upphæð, því meira vilja þeir fá fyrir þjónustuna,“ segir Anna en bætir við að ekki megi gleyma því hvað vændi er í raun og veru „Vændi er í eðli sínu ofbeldi þar sem gjaldmiðillinn er peningar.“ Tengdar fréttir Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15 EXIT upplifunin: Erum kannski enn að jafna okkur á fjármálahruninu „Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. 11. mars 2020 14:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Anna Bentína Hermansen ráðgjafi hjá Stígamótum segir háklassavændi til staðar á Íslandi rétt eins og erlendis. Í frásögnum vændiskvenna séu ríkir viðskiptavinir þeir verstu. Þeir telja sig hafa meiri rétt en aðrir vegna þess að þeir borga hátt verð. Einnig eru þetta þeir viðskiptavinir sem ganga lengst enda vanir því að peningar veiti þeim ákveðin völd í samfélaginu. Þá segir Anna Stígamót vita til þess að vinir leigi eða kaupi íbúðir til að stunda einhvers konar svallpartí. „Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að konum sem þeir keyptu,“ segir Anna. Á litla Íslandi væri auðvelt að trúa því að stéttaskipting sé ekki til staðar í vændi og því ekkert sem heitir „háklassavændi“. Anna segir hins vegar að í vændismálum sé Ísland ekkert frábrugðið öðrum löndum.Siðblinda, háklassavændi, ofbeldi, dóp og mistnotkun koma fram í norsku þáttunum Exit sem byggja á frásögnum fjögurra norskra athafnarmanna frá árinu 2017. Atvinnulífið á Vísi rýnir í dag í dökkar hliðar viðskipta- og fjármálaheims á Íslandi og spyr hvort tilefni sé til að ætla að eitthvað sambærilegt þrífist hér á landi.Afar algengt er að vændiskonur lýsi þeim sem verri kúnnum, því þótt þeir borgi meira þá eru kröfurnar og virðingaleysið gagnvart þeirra eigin mörkum mun meiri„Ef skilgreiningin á háklassavændi er að ríkir kaupendur borgi meira fyrir kaup á vændi, þá er svarið já,“ segir Anna. „Margir hafa þá hugmynd að ríkir kaupendur séu eins og myndin Pretty Woman sýnir en það er alls ekki raunin.“ Í þeirri mynd leikur Julia Roberts vændiskonu sem er keypt af ríkum viðskiptamanni sem Richard Gere leikur. Hann kemur fram við hana eins og kærustu og endar með því að verða ástfanginn af henni og bjarga henni úr vændinu. Vændiskonur lýsa hins vegar ríkum viðskiptavinum á allt annan hátt. „Þær konur sem hafa verið í vændi lýsa þeim sem borga meira vilji fá meira fyrir þjónustuna,“ segir Anna og bætir við „Margar lýsa að kaup þeirra séu eins og á hverri annarri vöru, því meira sem þú borgar því meira færðu og því meiri rétt upplifa þeir sig hafa.“ Er eitthvað meira sem einkennir ríka viðskiptavini sem kaupa vændi?„Viðhorf þeirra einkennist af virðingarleysi og þvingunum, að konan sem þeir keyptu uppfylli fantasíur þeirra. Afar algengt er að vændiskonur lýsi þeim sem verri kúnnum, því þótt þeir borgi meira þá eru kröfurnar og virðingaleysið gagnvart þeirra eigin mörkum mun meiri. Þeir eru vanir að peningar gefi þeim ákveðið vald og viðhorf þeirra er litað af því,“ segir Anna. Anna segist sjálf hafa horft á Exit sem henni finnst draga upp raunsæja mynd af því sem þær hafi heyrt sögur um hjá Stígamótum. Hún segir Ísland ekki geta talið sig neitt saklausari en aðrar þjóðir, staðan hér sé hreinlega sú sama og þekkt er í öðrum vestrænum ríkjum. „Siðferðið hér virðist ekkert vera meira, þótt við segjum oft að svona sé ekki til á Íslandi þá er það oft vegna þess að við viljum ekki horfast í augu við það.“Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptuÁ Íslandi er þekkt að vinir sem hafa mikið fjármagn leigi eða kaupi íbúðir eins og félagarnir gera í norsku Exitþáttunum. Þangað komi vændiskonur sem þeir kaupa fyrir sjálfan sig og leyfa jafnvel vinum að hafa afnot af.Svallpartí, dóp, ofbeldi, vændi og misnotkun Í umræddum Exit-þáttum var íbúð notuð sem afdrep fyrir vændiskaup og/eða partí þar sem mikið var um vændi, dóp, ofbeldi og misnotkun.Má ætla að einhver birtingarmynd af svipuðum toga sé til staðar á Íslandi í dag?„Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptu,“ segir Anna. Eitt af því sem hefur vakið athygli er að frásagnir þeirra fjögurra athafnarmanna sem norsku Exitþættirnir byggja á, eru frásagnir frá árinu 2017.En getur verið að þær frásagnir sem Stígamót séu að heyra séu frásagnir af deginum í dag eða eru þetta gamlar sögur?Anna segir að hjá Stígamótum hafi þær heyrt fleiri sögur fyrir hrun en það skýrist einkum af því að kaup voru gerð refsiverð árið 2009 þegar Ísland tók upp sænsku leiðina í vændismálum. „Það heyrist vissulega minna af þessu núna, en er þó enn til staðar samkvæmt okkar upplýsingum, þótt það fari ekki eins hátt.“ Um þættina segir Anna „Ég hef sjálf séð þessa þætti og mér fannst þeir gefa raunsanna mynd af veruleika vændiskvenna sem lýsa slíkum partíum á svipaðan hátt.“Auðkýfingar og hrottar Að sögn Önnu hafa rannsóknir sýnt að flestir þeir sem kaupa vændi eru giftir menn, feður, góðir samstarfsfélagar og menn sem standa sína pligt í starfi. Vændiskonur lýsa ríkum viðskiptavinum þó sem hrotta. „Þegar þær komast út úr vændi þá lýsa þær ríku viðskiptavinum sínum sem einna verstu. Þótt þeir borguðu meira þá gengu þeir miklu lengra,“ segir Anna og bætir við „Vegna þess hversu langt þeir gengu, brutu þeir algjörlega þeirra mörk og gengu lengra en aðrir.“ Að sögn Önnu er eins og þessir viðskiptavinir líti svo á að það að greiða hátt verð fyrir vændi leyfi þeim meira hömluleysi miðað við frásagnir vændiskennanna. „Virðingaleysið var algjört og þeim fannst þeir vera í fullum rétti að haga sér nákvæmlega eins og þeir vildu því þeir borguðu fyrir það.“ Anna segir þessa viðskiptavini ekki líta á konurnar sem manneskjur. „Þær voru ekki annað en hlutir í þeirra augum sem áttu að þjónusta þá, algjörlega eftir þeirra vilja og fantasíum,“ segir Anna. Þá segir Anna oft erfitt fyrir vændiskonur að komast út úr vítahringnum. Tekjurnar séu háar miðað við þau laun sem þær geta fengið á almennum vinnumarkaði. Á Íslandi sé smæðin líka vandamál. „Á okkar litla Íslandi er afar erfitt fyrir vændiskonu að rekast á menn sem virðulega settlega menn sem að þeirra mati voru algjörir hrottar við þær þegar þeir keyptu þær.“ Anna segir háklassavændi ekkert ólík öðrum viðskiptum þar sem kaupendur meta vöru- og þjónustukaupin miðað við þær upphæðir sem þeir greiða fyrir. „Því hærri upphæð, því meira vilja þeir fá fyrir þjónustuna,“ segir Anna en bætir við að ekki megi gleyma því hvað vændi er í raun og veru „Vændi er í eðli sínu ofbeldi þar sem gjaldmiðillinn er peningar.“
Tengdar fréttir Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15 EXIT upplifunin: Erum kannski enn að jafna okkur á fjármálahruninu „Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. 11. mars 2020 14:00 Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Siðblindir: Þrisvar sinnum meiri líkur á að þeir séu í stjórnendastörfum Oft eru einkenni siðblindra miskilin fyrir það að vera stjórnunar- og leiðtogahæfileikar segir Nanna Briem geðlæknir. Siðblindir þekkja muninn á réttu og röngu en taka enga ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Siðblindir einstaklingar hafa oft til að bera mikla persónutöfra. 11. mars 2020 12:15
EXIT upplifunin: Erum kannski enn að jafna okkur á fjármálahruninu „Hver veit nema ein skýringin á því hvers vegna EXIT hreyfir svona við fólki sé sú að sárið frá fjármálahruninu árið 2008 er ekki að fullu gróið,“ segir Henry Alexander Henrysson doktor í heimspeki aðspurður um þær viðtökur og hneykslan sem norsku þættirnir Exit hafa valdið hérlendis og ytra. 11. mars 2020 14:00
Norska standpínan sem skók höfuðstöðvar Símans er geggjuð Norsku sjónvarpsþættirnir Útrás (Exit), sem nú er hægt að sjá í sarpi í Ríkissjónvarpsins, fjalla um fjóra vini sem starfa við norska fjármálageirann. 19. febrúar 2020 14:30